Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. 3 N „Áskirkja trónir nú i Laugarásnum eins og ofvaxinn fleygur, skip að sökkva eða öfugur skiðastökkpallur”. DB-mynd Ragnar Th. ERU MÖGULEIKARNIR Á EILÍFRISÆLU í RÉTTU HLUT- FALLIVID KIRKJUSTÆRD? —eru önnur verkefni guöi þöknanlegri en kirkjubyggingar? Kleppshyltingur skrifar: Nýlega hefur mikið veriö fjallað um biskupskjör í fjölmiðlum og leiðir það hugann að stöðu kirkjunnar yfir- leitt. Hver er hún og hvert er mark- miö hennar? í Reykjavik virðist markmiðið tví- mælalaust vera kirkjubyggingar og þær sem stærstar og mest áberandi. Óneitanlega minnir þetta fyrirbæri á aflátsbréfin forðum. Skyldu þessir söfnuðir halda að möguleikarnir á eilifri sælu „fyrir handan” séu í réttu þjónustu hjá Bifreiða- verkstæði Ragnars íBorgarnesi — „gerðu við bflinn og skiluðu frábæru verki Hjörlelfur Einarsson, Torfufelli 27, skrifar: Ég vil koma á framfæri þakklæti fyrir frábæra þjónustu sem mér var veitt í Borgarnesi á Bifreiðaverkstæði Ragnars, föstudaginn 7. ágúst. Þannig var að ég og fjölskylda mín vorum að koma norðan frá Ákureyri, á leið til Reykjavíkur. Er við áttum stutt eftir í Borgarnes komum við á grýttan vegarkafla. Einn steinninn reyndist vera í stærra lagi fyrir mína belgsíðu „Impölu” og gataði hann bæði sjálfskiptinguna og bensíntank- inn. Ég neyddist til þess að auka hraðann svo að við kæmumst niður í Borgarnes áður en bensintankurinn tæmdist. Það haföist á 5 minútum og 50 lítrum af bensini að komast á smurstöð Esso. Þar hitti ég góðan mann sem benti mér á verkstæði steinsnar frá og þangað komst ég á síðustu dropun- um. Þar sagði ég Ragnari Jónssyni, er rekur verkstæðið, mínar farir ekki sléttar. Þrátt fyrir það að klukkan var 15 á föstudegi og Ragnar og aðstoðarmaður hans ætluðu að fara að hætta, þá tóku þeir mér með alúð, gerðu við bilinn og skiluðu frábæru verkiá4tímum. Einnig vil ég þakka starfsmannin- um á Esso fyrir hans viðbrögð, því hann sagði mér að koma til sin aftur ef alltannað þryti. Á meðan viðgerðin stóð yfír notuðum við tækifærið og skoöuðum Borgarnes sem er fagur staður og margt þar að sjá. Klukkan rúmlega 19 um kvöldið héldum við áfram ferð okkar með biltnn í topp- standi og vonum við að Ragnar og aðstoðarmaður hans hafi notið góðrar helgar. Við óskum þeim báðum gæfu og gengis i framtiðinni. hlutfalii við kirkjustærð? Eftir því sem líkurnar minnka þarf þvi stærri kirkju til þess að bjarga málunum. Söfnuðir Hallgrímskirkju og Ás- prestakalls virðast hafa álitið sig þurfa mun meiri kirkjubákn en gengur og gerist hjá öðrum. Kristni boðar kærleik, bræðralag og samheldni en ég hef hvergi séð neina áherzlu lagða á samkeppni i fasteignum, né að tröllauknar kirkjur séu guði þóknanlegri en svo margt annað. Ef trúræknin felst þarna að baki, væri þá ekki nærri lagi að söfnuðirnir sameinuðust um kirkjur sinar, sem /-■........... hvort eð er standa tómar nema á stór- hátiðum? Þá þyrpist fólk til messu, rétt eins og þegar jafnvel níðingarnir voru „góðir” við munaðarlaus börn, niðursetninga og aðra umkomulausa um jól hér i fyrndinni. Ágætt íslenzkt orð lýsir þess háttar trúrækni og ná- ungakærleik og þaö er: hræsni. Áskirkja trónir nú i Laugarásnum eins og ofvaxinn fieygur, skip aö sökkva eöa öfugur skiðastökkpallur. Hefði nú ekki verið meiri og sannari kristindómur fólginn 1 því að deila kirkju með Laugarnesi eða Langholt- inu og láta þetta fé renna til geö- sjúkra eða vangefinna? Ekki skortir peningana þegar eitthvað fáránlegt bruðl er á ferðinni og vafalaust hefði mátt vinna margvísleg verkefni guði þóknanlegri en t.d. Áskirkju. Meðal annars hefði sjúkrahús fyrir aldna verið drottni veglegri kirkja — og líklegagildara „aflátsbréf’. Raddir lesenda Þaö bezta og hent- ugasta fyrir þig og barniö þitt er hinn viðurkenndi Snuglit buröarpoki. VERZL. MÓÐURÁST HAMRABORG 7 KÓPAVOGI SMI 45288 ðpurmng dagsins Hvað finnst þór um deiluna vegna útkomu grfnblaðs Alþýðublaðsins? Rlchard Þorgeirsson umboösmaour Mér finnst hún stórkostlega skemmti- leg. Vilmundur er ekkert blávatn. Hann er alltaf skemmtilegur. Pálmi Sigurðsson húsasmiður: Mér finnst óeðlilegt að beita slikri rit- skoðun. Katrin Jónsdóttir húsmóðir: Mér finnst að það hefði átt að koma út athuga- semdalaust. Elnar Guðnason bilamálari: Það hefði verið allt í lagi að þaö kæmi út athuga- semdalaust. Karl H. Björnsson kennari: Mér finns’ hún bara hlægileg. Blaðið hefði átt aó fá að koma út athugasemdalaust. Jón Stefánsson rennlsmiður: Mf finnst hún hlægileg. Sennilega verðu hún til þess að kljúfa Alþýðuflokkinn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.