Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.08.1981, Qupperneq 10

Dagblaðið - 13.08.1981, Qupperneq 10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. LÖNG BH) OG ÓVISSA Á KEFLA VÍKURFLUGVELU —áþriðja hundrað farþegarbiðu heila nótt Þaö var alþjóðleg sýn sem blasti við blaðamönnum Dagblaðsins er þeir gengu um biðsal flugstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli í gær- morgun. Fólk af mörgum þjóðernum beið þar, misjafnlega þolinmótt, eftir að fá að halda för sinni áfram til Chicago. Flestir höfðu komið með Flug- leiðavél frá Luxemborg sem lenti i Keflavík rétt fyrir kl. 23 á þriðjudags- kvöld. Þegar DB-menn voru á ferð í flugstöðinni hafði þetta fólk beðið þar í tólf klukkustundir og ástæðan var samúðarverkfall kanadískra flug- umferðarstjóra. Áður hafði þetta sama fólk þurft aö bíða i tæpa sex tímaiLuxemborg. í flugstöðinni biðu einnig farþegar sem ætluðu frá íslandi til Chiacgo en voru ekki að koma frá Luxemborg. 1 þeim hópi voru m.a. nokkrir íslend- ingar. í hinum þröngu húsakynnum flug- stöðvarinnar lágu farþegar á víð og dreif, líklega vel á þriðja hundrað manns. Margir voru sofandi á bekkj- um, enn aðrir höfðu komið sér vel fyrir á gólfinu, sumh reyudu að stytta sér stundir með ýmsum leikjum, tefldu eða drógu fram spilin. Þá sáust menn lesandi bókmenntir af ýmsu tagi. Tvær DC-8 þotur biðu á hlaðinu. önnur beið eftir að komast til Langri bið er bezt að taka brosandi, hafa þeir félagarnir á myndinni kannski verið að hugsa. Eftir sex tima bið f Luxemborg flugu þeir til íslands. Þar biðu þeir f þrettán tima áður en þeir lögðu af stað til Chicago. DB-myndir: Bjarnleifur. Chicago en hin eftir að komast til New York. Farþegar þeirrar vélar bjuggu hins vegar við aðeins betri skilyrði en Chicago-farþegarnir. Þeim hafði nefnilega verið komið fyrir á hótelum í höfuðborginni. Þúsundir flugfarþega beggja vegna Atlantsála voru í svipaðri aðstöðu og þeir i Keflavik í gærmorgun. Ekkert nema bið og óvissa. Orsökina fyrir þessu þekkja allir. Hún er verkfall bandarískra flugum- ferðarstjóra og samúðaraðgerðir starfsbræðra þeirra í öðrum löndum. Nokkrir farþeganna voru teknir tali. -KMU. r „REYNIR NOKKUÐ Á ÞOLINMÆÐINA” „Éger búin að bíða hérna allveru- lega lengi og er orðin anzi leið á því,” sagði Edda Sigurðardóttir sem sat á gólfinu ásamt tveim börnum sínum. Edda hefur búið í St. Louis í eitt ár þar sem maður hennar er við nám. Hún var að fara aftur út eftir að hafa verið í sinni fyrstu heimsókn hér- lendis frá því hún flutti til St. Louis. ,,Ég kom hérna fyrst í gærkvöldi, mætti hér út frá um kl. hálftíu. Þá komu upplýsingar um að flugvélin til Chicago færi kl. 6:25. Ég fór því aftur í bæinn og upp í rúm að sofa. Svo kom ég aftur hingað suður eftir kl. hálffimm í morgun. Hafði ég þá hringt áður til að fá það staðfest að vélin færi kl. 6:25. Siðan eru liðnir fimm tímar og enn er vélin ekki farin,” sagði Edda og var greinilega ekkert of hrifin. -KMU. „ER ORDIN ANZILEIÐ A BIÐINNI” — sagði Edda Sigurðardóttir — segir Petrovich prófessor sem er að koma úr frflíEvrópu ____________________________ Á Frihafnarbarnum hittum við bandarískan prófessor, Michael Petrovich. Hann sagðist kenna sögu við Hope College í Michigan. ,,Ég er að koma úr fríi í Evrópu ásamt eiginkonu minni,” sagði prófessorinn. Ekki kvaðst hann vera illur út í flugumferðarstjórana sem tefðu för hans en viðurkenndi þó að þetta reyndi nokkuð á þolinmæðina. Ekki var Petrovich prófessor að svala þorsta sínum á barnum heldur einfaldlega að nýta sætin mjúku sem þar voru. Við hlið hans lá ung eigin- konahansognautsvefnsins. -KMU. Edda Sigurðardóttir reyndi að láta fara vel um sig og bömin á gólfinu enda setið i öllum sætum. „GOTT AÐ SITJAIÞESSU GÓDA OG HRESSANDILOFTI” — segir Anna, þrettán ára Chicago-mær Á grasbletti milli flugvélastæðisins og fiugstöðvarinnar sátu tvær ungar stúlkur undir fánastöng. Var önnur að prjóna. „Mér finnst mjög gott að sitja hér í þessu góða og hressandi lofti. Núna er mjög heitt í Chicago,” sagði stærri stúlkan. Hún sagðist heita Anna og vera 13 ára. Sú minni sagðist heita Mary og vera systir Önnu. Er hún 9 áragömul. Michael Petrovich var að lesa þegar DB-menn heilsuðu upp á hann. Eiginkonan lá steinsofandi við hliðina. „Mér er sama þó að ég bíði hér. Þetta er allt í lagi núna af því að við vitum að við eigum að leggja af stað eftir tvær klukkustundir. Þetta var erfitt í nótt. Þá var svo mikil óvissa,” sagði Anna. „Mér finnst ekki sanngjarnt að allt þetta fólk þurfi að stöðvast bara af því að einhverjir menn vilja meiri peninga. Sumir eiga börn biðandi einhvers staðar og aðrir þurfa að komast til vinnu,” sagði þessi þrettán ára gamla stúlka. Systurnar voru að koma frá Þýzkalandi og voru á leið til Chicago þar sem þær eiga heima. -KMU. Systurnar Anna og Mary sátu undir flaggstöng á grasbletti við flugstöðina. Anna stytti sér stundir við prjónaskap. „Hef engar áhyggjur svo framarlega sem ég kemst til Bandarfkjanna i dag,” sagði systir Joan. „Fékk ekki mik- inn svefn” — segir systir Joan sem ekki hefur miklar áhyggjur í einu skoti röltum við fram á nunnu sem lítið lét fara fyrir sér. Hún 'sagðist heita systir Joan. „Þetta er allt í lagi. Svo framarlega sem ég kemst til Bandarikjanna í dag hef ég engar áhyggjur.” Hún sagðist vera að koma frá Þýzkalandi og vera á leið til heima- lands síns, Bandaríkjanna. Hún viðurkenndi að vera orðin dálítið syfjuð. „Ég fékk ekki mikinn svefn siðustu nótt.” -KMU.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.