Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. I Erlent ErEent Erlent Erlent D Brigitte Bardot berst hatrammri baráttu gegn selveiðum: Brigttte Bardotog sumarakkhuglnn að Mk i oinkaströndlnn! i St Tropaz. Virðist ekkert hafa á móti kariaveiðum Franska kvikmyndaleikkonan Brigitte Bardot, sem orðin er 45 ára gömul, er mikill baráttumaður fyrir því að selveiðar verði bannaðar í heimin- um. Sjálf gefur hún sér þó rétt til að stunda sinar árlegu veiðar, ekki sel- veiðar, heldur elskendaveiðar. Brigitte Bardot leikur nefnilega þann leik að veiða til sin einn karlmann á hverju sumri til að hafa hjá sér meðan hún dvelur á heimili sinu í St. Tropez á Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Þar á Bardot glæsilega villu og einka- strönd. { fyrrasumar var það júgóslavneskur myndhöggvari, Miroslav Brozek, sem lenti í veiðigildru kvikmyndaleikkon- Díana Spencer, sem nú heitir Prinsessa af Wales eftir að hafa gengið að eiga brezka ríkisarf- ann, þykir almennt hin snotr- asta stúlka og líkleg til að verða efnileg drottning brezka heims- veldisins. Sjónvarpskvikmyndin frá brúðkaupinu mikla, sem sýnd var í íslenzka sjónvarpinu um síðustu helgi, vakti almenna ánægju og eru nú flestir kon- ungssinar hérlendis og erlendis hæstánægðir með ráðahaginn. Það vakti hins vegar athygli þeirra sem mest og bezt hafa fylgzt með tilvonandi unnar. Sjálfsagt hefur það ekki verið myndhöggvaranum mikið á móti skapi. Fórnarlamb Bardot á veiðitímabilinu í ár er nýtt. Það er franskur sjónvarps- maður sem kunnur er fyrir þætti um dýravernd. Heitir sá Alain Bougrain Dubourg. Brigitte Bardot tróð upp í þætti hjá honum fyrir nokkru og upp frá þvi hafa þau verið nær óaðskiljanleg. En allt tekur enda. Sagt er að elsk- huginn i ár eigi erfitt með að samlagast hinum íbúunum á heimili Brigitte Bardot. Það er líka vel skiljanlegt því hinir íbúarnir eru hundar, kettir, sauðfé og hestar. Og Bardot losar sig frekar við elskhugann en dýrin sín. drottningu Breta, að hún virtist grennri en t.d. við trúlofunina. Nú herma heimildir frá Bucking- ham-höll, að það sé ekki mis- sýni, því Díana hafi létzt um hvorki meira né minna en hálft fjórða kíló eftir að hún fluttist inn til Elísabetar drottningar- móður. Óstaðfestar heimildir herma að leikurinn hafi verið gerður svo brúðarkjóllinn fagri færi betur. En kannski er bara ekki borðað súkkulaði hjá kóngafólk- inu. Díana léttist um hálft ftórða kíló — eftir trúlofiinina og firam að brúðkaupi Á gufukatl/num Seaview sigtdu tveir Betgar og tveir Norömenn yfir Ati- ansthafíð tii Barbados. Þer reyndi eigandinn, Fons Oeriemans, að seija ketilinn, en ertginn vildi kaupa hann i uppsettu verði, svo katiinum var sökkt Oeriemans ætiaði ekki að gefe IJögurra ira vinnu, sam hann hefði legt í oð gera ketilinn sjó- hmfan. u Siglduyfir Atlantshafið águfiukatli: Hvalurinn var báU skotinn í katlinum — en gafst upp þegar ketillinn vildi ekkert með hann hafa Sennilega myndu ekki allir vera fúsir til að sigla yfir ólgandi Atlantshafið í gufukatli, en þegar Norðmönnunum Frank Robertsen og Björh Tore var boðin vist á skipinu létu þeir ekki segja sér það tvisvar og þáðu skipsrúmið ineð þökkum. Þeir komu ístaðinn fyrirbelg- ískt par, sem sigit hafði á gufukadinum frá Ántwerpen til Las Palmas á Kanari- eyjum. Belgarnir vildu ekki halda áfram förinni á gufukatlinum og Norð- mennirnir grip.u tækifærið fegins hendi. Gufuketill þessi er í eigu Beigans Fons Oerlemans, en hann útbjó hann sjálfur fyrir úthafssiglingar. Ketillinn var skirður Seaview og eigandinn sagði hann vera jafnöruggt sjóskip og Titanic. Þokkaleg meðmæli það! Fons Oerlemans og vinkona hans, Margrita Arens, höfðu áður siglt yfir Atlants- hafið á fleka, en i þetta sinn ætluðu þau að bæta um betur og sigla milli heimsálfa á gufukatli. Gufukatlinum er skipt i fjögur vatns- þétt hólf, rétt eins og Titanic var á sínum tíma. AUar vistarverur voru teppalagðar horna á miIU, ef hægt er að komast svo að orði, því gufuketillinn er því sem næst kringióttur. Hann var 16 metra langur og 37 tonn að þyngd. Oft var hraöi ketilsins ekki meiri en svo að áhöfnin gat synt við hUð ketilsins, sem húngerðioft. Er Norðmennirnir tveir voru komnir um borð í „skipið” í Las Palmas var lagt úr höfn. Stefnan var tekin á Græn- höfðaeyjar, 600 sjómUna vegalengd. Venjulega er þessi vegalengd farin á fimm dögum, en það tók gufuketilinn 14 daga að sigla þessa leið. Frá Græn- höfðaeyjum var síðan haldið til Barba- dos. Fons Oerlemans hafði með sér kvik- myndatökuvélar en ætlun hans var að gera heimildarmynd um sigUnguna fyrir belgíska sjónvarpið. Á hliðum ketilsins voru mörg kýraugu, sum langt undir yfirborði sjávar, og þaðan var hægt að skoða fiska- og dýralífið í sjónum. Aðeins einu sinni kom hákarl í nám- unda við gufuketilinn, en hann sýndi þessum farkosti lítinn áhuga. öðru máli gegndi um hval nokkurn, sem ber- sýnilega var ástfanginn upp fyrir haus af gufukatlinum. Hann elti ketilinn í nokkurn tíma en gafst að lokum upp og hélt á burt. aíBi smm pjf ■ Áhöfnln i Seavlew kvarteðl siren yfír einu atriði, gufuketillinn va/t ótrúlega mlkið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.