Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. Svava Johansen um for sína til Manila: Hélt mig væri að dreyma — en ferðin var ógleymanleg, fékk tilboð frá kvik myndafyrirtœki fyrir nokkrum dögum „Þessi ferð mín til Manila er ógleymanleg og ég myndi ráðleggja öllum stúlkum sem þess eiga kost að taka þátt í þessari keppni,” sagði Svava Johansen, 17 ára, í samtali við Fólk-síðuna. Svava er nýlega komin heim frá Filippseyjum þar sem hún tók þátt í keppninni Miss Young International. Eins og DB skýrði frá hlaut Svava einn eftirsóknarverðasta titilinn, sem veittur er fyrir aðal- keppnina, Miss Talent. Þá lenti hún í sjötta sæti aðalkeppninnar. „Ferðin tók alls þrjár vikur og voru tveir dagar af þeim tíma í London. Ég fór þetta svo óvænt að í fyrstunni hélt ég að mig væri að dreyma. Landið sjálft minnti mig á Ameríku og þá sérstak- lega Hawaii,” segir Svava. „Þarna töluðu allir ensku og sjónvarpið var mjög amerískt.” Kom f ram í auglýsingum í sambandi við keppnina voru stúlkur notaðar í auglýsingamyndir og var Svövu boðið að vera í aug- lýsingu fyrir Flugfélag Filippseyja. afsalaði sér titlinum. Það var vegna þess að hún hafði gert einhvem samning við fyrirtæki 1 Paris en stúlkumar mega ekki vera samnings- bundnar. Ég veit ekki hvemig þetta fór, þar sem ég fór heim daginn eftir keppnina,” segir Svava. Ef hún hefði afsalað sér titlinum hefði Svava farið sjálfkrafa í fimmta sæti keppninnar. En Svava hlaut titil- inn Miss Talent — hvemig fór það fram? Ætlaði aldrei að vera með „Það voru 30—35 stúlkur sem tóku þátt í þeirri keppni og upphaf- lega ætlaði ég alls ekki að vera með. Við réðum því sjálfar. Próf fór fram tveimur dögum fyrir keppnina og ég var ekki með. Allt í einu langaði mig þó að spreyta mig en það var sama daginn og keppnin átti að fara fram. Fyrst var sagt að það væri orðið of seint en allt í einu var mér sagt að koma i próf. Þarna komst ég í sjónvarpsþátt þvi sjö atriði úr keppninni vora sýnd 1 peningana mína. Sem betur fór var ég með eitthvað á mér þegar töskunni var stolið en hún var í herbergini' minu. Ég kærði strax þjófnaðinn og öryggisverðir komu og leituðu um allt en ekkert fannst. í heildina kom þó ekkert leiðinlegt fyrir. Fólkið þarna var mjög skilningsrfkt og vina- legt. Blöðin og sjónvarpið sýndi okkur einnig mjög mikinn áhuga og mér fannst eins og miklu meira væri gert úr þessari keppni i öðrum löndum heldur en hér. Ungfrú Holland kom með kort sem hún gaf öllum en á það var ritað nafn hennar og heimilisfang auk þess sem mynd var af henni. Mér fannst það mjög sniðugt,” segir Svava. Þess má að lokum geta að Unnur Steinson, sem stóð sig mjög vel í þessari sömu keppni í fyrra, fór utan með Svövu og krýndi m.a. hana Miss Talent. -ELA. Unnur Steinson, sem tók þátt f keppninni f fyrra, óskar Svövu til hamingju með titilinn „Ungfrú hæflleiki”. Hægra megin er kynnir keppninnar, Eddie Macardo. Svava Johansen, fulltrúi Islands I keppninni um „Miss Young International” kemur fram I sjónvarpsútsendingu i Manila á Filipseyjum: „Hélt mig væri að dreyma.” „Þetta voru margs konar auglýsingar allt frá ís-auglýsingum upp í flug- félagsauglýsingar. Keppnin stóð yfir allan tfmann á meðan ég var úti. Samkomulag milli stúlknanna, sem voru 43, var einnig mjög gott. Engin öfund var sjáanleg og við vorum allar góðar vinkonur. Annars héldu stúlk- urnar sig frekar í hópum eftir því frá hvaða heimshluta þær voru. Til dæmis vorum við frá Norðurlöndun- um mikið saman,” sagði Svava. Var í svitabaði — Hvernig leið þér í sjálfri keppn- inni? „Hún var ofsalega spennandi. Ég var i svitabaði allan timann. Fyrst komum við fram í þjóðbúningum og kynntum okkur og síðan í sam- kvæmiskjólum. Eftir það voru valdar 15 stúlkur í úrslitakeppnina. í milli- tíðinni var sýnd mynd á sjónvarps- skermi sem tekin var daginn áður, þar sem við voram á sundbolum. Eftir að valdar höfðu verið 15 stúlkur komu þær síðan fram á sundbolum. Stúlka númer eitt var frá Ítalíu og kom um tíma til greina að hún honum. Ég sýndi dans, sem ég samdi ásamt systur minni, og við nefndum Bleika pardusinn,” segir Svava. Eftir keppnina fékk hún sex tilboð um margvísleg sýningarstörf og hefur hún í hyggju að taka einhverju þeirra, næsta sumar. Þá var hringt heim til Svövu nú fyrir nokkrum dögum og henni boðið að koma í reynslukvik- myndatöku hjá ameriska kvikmynda- félaginu Everest. „Þeir buðu mér að koma út núna í september en ég ætla ekki að fara. Ef mig langar til að koma þá þarf ég ekki annað en að hringja og þeir senda mér farseðil- inn.” Það er augljóst að heilmikil ævin- týri fylgja keppnisferð sem þessari en kom ekki neitt leiðinlegt uppá í ferð- inni? Handtösku meö peningum stolið „Jú, við vorum til dæmis alltaf með lífvörð með okkur, gátum ekki einu sinni farið á klósett án hans. Svo var ýmsu stolið, það var stolið af mér handtösku þar sem ég geymdi Nýr töfrateningsmethafi: Jafhvel fullorðnir gripnir af œðinu — segir Kjartan Halldórsson, nýkominn frá Luxemborg, sem raðaði teningnum á 1 09 mín. „Töfrateningurinn er nú orðinn vinsælasti leikurinn í Luxemborg. Það er óhætt að segja að annar hver krakki eigi svona tening, og jafnvel fullorðnir era gripnir af æðinu”. Þetta sagði Kjartan Halldórsson, 17 ára, en hann er nýkominn frá Luxemborg og kom beinustu leið til okkar á Dagblaðið í því skyni að bæta töfrateningsmetið. Sem honum Síðasta metið var sett af Indriða Björnssyni, 13 ára á 1:45,5 mínútum. í fyrstu tilraun tókst Kjartani hins- vegar að slá metið með 1:40,0 mínút-, um og þeirri siðustu með 1:09 mínútum. „Ég hef þó raðað honum á 0:55 minútum heima, en það virðist alltaf ganga bezt heima hjá sér,” sagði Kjartan ánægður. FÖLK Vatnsgeymirinn á Homafirði Stór og mikill vamsgeymir gnæfir yftr Höfn í Hornaftrði. Ekki er langt síðan hann var reistur. Auglýsendur hafa rennt hýra auga til hans enda er hann mjög áberandi. Segir sagan að forráðamenn fyrirtækis eins sem flytur inn vatnslagnir haft boðið bæjaryftrvöldum á Höfn greiðslu fyrir að fá að mála auglýsingu á vatnsgeyminn. Þegar sú beiðni spurðist út er sagt að herstöðvaandstæðingar haft brugðizt hart við og boðið betur en fyrrnefnda fyrirtækið. Hugðust her- stöðvaandstæðingar mála áletrunina „fsland úr Nato, herinn burt” á vatnsgeyminn. Ekki er vitað til þess að vatns- geyminum eftirsótta hafi enn verið úthlutað til auglýsenda. Golfmenn úr ISl? Verðlaun í golfmótum hérlendis hafa löngum þótt vera á mörkum þess sem áhugamannareglur ÍSÍ heimila. Bílar, utanlandsferðir, gos- drykkir, fatnaður o.fl. hafa verið í boði. Golfmenn hafa hins vegar varað sig á því að stíga til fulls fram fyrir áhugamannareglurnar, með því að bjóða hrein peningaverðlaun, allt fram til síðustu helgi. Þá vora í hinu svokallaða Grant’s Open-golfmóti, sem fram fór á Nesvellinum, peningaverðlaun í boði fyrir þann sem tækist að fara holu í höggi. Námu þau verðlaun 1.000 krónum en ekki er okkur kunnugt um að nokkr- um haft tekizt að vinna til þeirra. Hestamönnum hefur verið haldið utan ÍSÍ fyrst og fremst vegna peningaverðlauna á hestamótum. Nú virðist sem stjórn ÍSÍ haft fengið ástæðu til að endurskoða aðild Golf- sambandsins að heildarsamtökum íþróttamanna. Mogginn úti að aka Talsverðar breytingar hafa orðið á stöðunni í blaðaheiminum að undan- förnu, þótt ekki haft allt farið hátt. Ekki er hér átt við Alþýðublaðsdeil- una, sem kemur blaðamennsku ekkert við, heldur fyrst og fremst breytinguna á Timanum, sem þykir hafa tekist býsna vel. Að minnsta kosti neyðast nú fréttamenn til að lesa Tímann, sem í nýja forminu hefur reynst prýðilegt fréttablað. Því miður er ekki hægt að segja það sama um helgarblað Tímans, sem menn eru nokkuð sammála um að sé glóralaust rugl. önnur breyting hefur orðið í blaðaheiminum og hún ekki litil. Eftir að menn neyddust til að lesa Tímann daglega hafa æ fleiri blaða- menn treyst sér til að hætta að lesa Morgunblaðið, sem virðist vera stein- hætt að fylgjast með í fréttum. Stöðnunin á Mogga stendur í beinu sambandi við miklar breytingar, sem gerðar voru á forystuliði ritstjórnar- innar i vor. Þá voru þrír beztu frétta- menn blaðsins gerðir að fréttastjór- um og þar af leiðandi óvirkir í sjálf- um fréttaskrifunum. Afleiðingin er sú, að hending virðist ráða því hvenær Morgunblaðið nær að vera fyrst með fréttir — eða „skúbba”, eins og það er kallað á blaðamanna- máli. í því heldur Dagblaðið foryst- unni eins og undanfarin sex ár.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.