Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 15
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. { íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Í Síðari dagur Reykjavíkurleikanna í f r jálsum íþróttum í gærkvöldi: AKR-ingar slógu 30 ára gamalt Islandsmet í 1000 m boðhlaupi —Þórdís setti nýtt vallarmet í hástSkki og Hreinn sló Brian Oldfield við í kúluvarpinu Ekki tókst bandarisku kringluköst-1 urunum A1 Oerter og Art Swarts að slá vallarmet Mac Wilkins i kringlukasti á Reykjavikurleikunum i frjálsum iþrótt- um sem lauk i gærkvöldi. Swarts sigr- aði í keppninni i gær, kastaði 65,24 eða tæpum sex metrum styttra en Wllkins árið 1978. Tvö önnur met voru hins vegar slegin i gær. Sveit KR sló íslandsmetið i 1000 m boðhlaupi, sem sveit Ármanns setti fyrir 30 árum. Sveitin hljóp á 1.55,85 min. en gamla metið var 1.57,3. Sveit KR skipuðu Jón Oddsson, Vilmundur Vilhjálmsson, Stefán Hallgrimsson og Oddur Sigurðs- son. Hitt metið var vallarmet Þórdisar Gisladóttur i hástökki. Hún stökk 1.83 og átti góðar tilraunir við nýtt íslandsmet, 1,86. Gamla vallarmetið átti hún sjálf en það var 1,81 íslands- met Þórdísarer 1,85. f kúluvarpi kom Hreinn Halldórsson fram hefndum á Brian Oldfield sem stal af honum sigrinum í kúluvarpinu í fyrrakvöld. Hreinn varpaði kúlunni 19,71 en Brian 18,85. í 100 m hlaupi kvenna var æsispenn- andi keppni. Þar var hlaupið í tveimur riðlum og í A-riðli sigraði Oddný Árna- dóttir á 12,05 eftir harða keppni við Helgu Halldórsdóttur. Ásta B. Gunn- laugsdóttir UBK sigraði í B-riðli á 12,58. Oddný var ekki langt frá sigrinum í 400 m hlaupinu líka, en þar náði Kosta Boda á Leinivelli Svonefnt Kosta-Boda mót i golfi verður á sunnudag á Hólmsvelli, Leiru. Klukkan 10 hefst opið kvennamót og verða leiknar 18 holur og klukkan 13 hefst öldungamót. Það er tvisldpt, fyrir öldunga á aldrinum 50—54 ára og fyrir þá sem eldri eru. Leikið verður með og án forgjafar. Akrapr jóns- mótið á Akra- nesium helgina Á laugardag fer fram hin árlega opna kvennakeppni á Akranesi, Akra- prjónsmótið. Undanfarin ár hefur þátt- taka verið mjög góð enda verðlaunin' ætið afar glæsileg. Keppnin hefst kl. 9 á laugardags- morgun og verður ræst út til kl. 12 en leiknar verða 18 holur með og án for- gjafar. Þeir sem áhuga hafa á að vera með ættu að snúa sér sem fyrst til for- ráðamanna klúbbsins og tilkynna þátt- töku í síma 93-1419 eöa 93-2434. -SSv. Þórdis Gísladóttir vippar sér léttilega yfir, 1,83. Sigríður Kjartansdóttir að knýja fram sigur. Timi Sigríðar var 56,30 en Oddnýjar 56,53. Helga Halldórsdóttir varð þriðja á 56,93. Margrét Óskarsdóttir náði sínum bezta árangri í kringlukasti er hún kast- aði 39,06. Hún átti áður bezt 38,60. Guðrún Ingólfsdóttir var samt sem áður öruggur sigurvegari með 50,76 metra. Úrslit 1 einstökum greinum urðu þessi: 400 m grindahlaup karla sek. 1. Harry Schulting, Hollandi 52,98 2. Aðalst., Bernharðsson, UMSE54,91 3. StefánÞórStefánsson, ÍR 58,56 Stangarstökk m. 1. SigurðurT. Sigurðsson, KR 4,80 2. Eggert Guömundsson, HSK 4,10 3. Sigurður Magnússon, ÍR 3,70 Kringlukast karla m. 1. ArtSwarts, USA 65,24 2. A1 Oerter, USA 63,58 3. Romas Ubartas, USSR 55,66 Kúluvarp kvenna m. 1. Guðrún Ingólfsdóttir, KR 12,72 2. Soffía Gestsdóttir, HSK 12,32 3. Helga Unnarsdóttir, ÚÍA 12,22 100 m hlaup kvenna sek. 1. Oddný Árnadóttir, ÍR 12,05 2. Helga Halldórsd., KR 12,16 3. GeirlaugGeirlaugsd., Á 12,29 Hástökk kvenna m. 1. Þórdís Gíslad., ÍR 1,83 2. Virginia Jakubauskaite, USSR 1,80 2. Sigriður Valgeirsd., ÍR 1,60 íslandsmót í siglingum íslandsmót 1 siglingum á Wayfarer og Fireball bátum verður haldið dagana 14., 15. og 16. ágúst. Keppnin fer fram 1 Hvalfirði fyrir utan Hvaleyri og hefst klukkan 10 fyrir hádegi aila dagana. Nígería náði jöfnu í Osló Noregur og Nigerfa geröu jafntefli i vináttulandslelk i knattspyrnu sem fram fór i Osló i gærkvöldi. Úrsllt urðu 2--2 en Norðmenn komust tvivegis yfir i leiknum þótt ekki nægði það þeim til sigurs. Paul Jacobsen skoraði fyrsta markið á 18. minútu, en Odwolabi jafnaði tveimur minútum siðar. Á 77. mín. kom Tom Lund Norðmönnum í 2—1, en fimm minútum fyrir leiksiok jafnaði Oguniana fyrir Nigerfu. Nigeriumenn leika sem kunnugt er landsleik við tslendinga á Laugardals- velli 22. ágúst næstkomandi. 200 m hlaup karla sek. 1. MarcelKlarenbeek, Hollandi 21,69 2. Oddur Sigurðsson, KR 21,78 3. Egill Eiðsson, ÚíA 22,38 1000 m boðhlaup karla min. 1. SveitKR 1.55,85 2. SveitUMFÍ 1.57,98 3. Blönduðsveit 2.00,61 Spjótkast karla m. 1. Einar Vilhjálmsson, UMSB 76,04 2. Óskar Thorarensen, KR 58,85 Kúluvarp karla m. 1. Hreinn Halldórsson, KR 19,71 2. Brian Oldfield, USA 18,85 3. Donatas Stukonis, USSR 18,80 800 m hlaup karla min. 1. Gunnar P. Jóakimsson, ÍR 1,56.18 2. Magnús Haraldsson, FH 1.57,29 3. Sigurður Haraldsson, FH 2,00,77 3000 m hlaup karla min. 1. Sig. P. Sigmundsson, FH 8.54,5 2. Erling Aðalsteinsson, KR 9.09,5 3. Gunnar Snorrason, UBK 9.13,3 Kringlukast kvenna m. 1. Guðrún Ingólfsd., KR 50,76 2. Margrét Óskarsdóttir, ÍR 39,06 3. Helga Unnarsdóttir, ÚÍA 37,40 400 m hlaup kvenna sek. 1. SigríðurKjartansds., KA 56,30 2. Oddný Árnad., ÍR 56,53 3. Helga Halldórsd., KR 56,93 -SA. Skozki deildabikarinn: Celtic tapaði Skozki deildabikarinn i knattspyrnu hófst f gær og bikarmeistaramir Dundee United hófu titilvörnina með 2—0 sigri á Partick Thistle á heima- veili. Deildarmeistararnir Celtic töpuðu hins vegar óvænt á útivelli fyrir St. Johnstone, 0—2. Rangers vann Dundee, 4—1 og Aberdeen tapaði á útivelli fyrir Hearts, 0—1. önnur úrslit í gær urðu þessi: Alloa-Falkirik 1—1 Brechin-Cowdenbeath 2—0 Clyde-Queens Park 0—3 Dumbarton-Queen o.t.s. 1—0 Dunf ermline-Montrose 2—i East Sterling-Hamilton 0—2 Kilmarnock-Airdire 1—1 Meadowbank-Arbroath 2-3 Motherwell-Ayr 2—3 Raith-Morton 2—5 St. Mirren-Hibernian 0—0 Steinhousemuir-Stranraer 2—3 Sterling-Forfar 0—1 Leikmenn Manchester City tóku eina æBngu fyrir leikinn gegn Þór og Guömundur Svansson tók þá þessa mynd af David Bennett og Joe Corrigan markverði. Það er Corrigan sem liggur á jörðinni. Art Swarts skaut landa sinum Al Oerter ref fyrir rass og sigraði i kringlukastinu. DB-myndir: Bjarnleifur. Tjallinn skoraði fimm mörk í síðarí hálfleik — og Manchester City sigraði Þor 5-0 Frá Guðmundi Svanssyni, Akureyri: Enska 1. deildarliðið Manchester City vann öruggan sigur á Þór hér á Akureyri i kvöld. Lokatölur urðu 5—0 en í hálfleik var staðan jöfn, ekkert mark hafði verið skorað. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Manchester City notaði breidd vallarins vel, og reyndi að þreyta Þórsara, en þeir gáfu sig hvergi og börðust af fitonskrafti. Var auðséð á öllu að Englendingarnir voru að þreifa fyrir sér, en færi engu þeir ekki fyrir leikhlé. Árni Njálsson skipti sex mönnum inn á í siðari hálfleik, þar sem þetta var vináttuleikur áttu allir að fá að vera með. Á 56. mínútu kom fyrsta mark City. Reeves sendi þá knöttinn inn á Steve Kinsey, en Kristinn Arnarson markvörður, sem kom inn á í hálfleik, náði að verja. Hann missti þó knöttinn frá sér og Boyer kom knettinum i netiö. Aðeins tveimur mínútum síðar kom mark númer tvö. Paul Power fyrirliði gaf þá á Boyer sem skallaði knöttinn á- fram til Bennett og gott skot hans hafnaði í markinu. Á 63. mínútu sendi O’Neill stunguboita á Kinsey og hann vippaöi knettinum yfir Kristin, sem kom hlaupandi út á móti honum. Á siðustu tíu mínútum leiksins skoraði Manchester-liðið tvívegis. Fyrst Phil Boyer eftir að Kristinn hafði varið skot Bennett en misst knöttinn frá sér og síðasta markið gerði bak- vörðurinn Bobby McDonald. Var það jafnframt fallegasta mark leiksins. McDonald var með knöttinn rétt fyrir utan teiginn, er hann skyndilega lyfti knettinum í markhornið fjær. Laust skot en hnitmiðað af um 25 metra færi. Áhorfendur voru um 3300, en veður var allgott, smágola og sólarlaust. Rafn Hjaltalín dæmdi sæmilega. -G.Sv. Akureyrí. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. 15 þróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir I Einkaskeyti f rönsku f réttastofunnar AFPtil Dagblaðsins: „Sterkir leik- menn á ferd” - Karl Þórðarson og Teitur Þórðarson fá góða dóma fyrir frammistöðuna ífrönsku 1. deildinni „Þeir áhorfendur sem komu til þess að sjá hvor íslendingurinn er betri sneru vonsviknir heim,” segir i frétta- skeyti sem Dagblaðinu barst frá frönsku fréttastofunni AFP um leik Laval og Lens í frönsku 1. deildinni i fyrrakvöld. „Þetta var leikur hinna sterku varna og áhorfendur fengu sjaldan að sjá hráða og leikni Karls, sem leikur á vinstri vængnum. Félag hans frá Islandi, Teitur Þórðarson, var einnig í strangri gæzlu en báðir hafa sýnt það í leikjum sínum í deildinni að þar fara sterkir leikmenn,” segir einnig í skeytinu. Nóg að gera hjá Nessklúbbnum! Félagar i Goifklúbbi Ness á Seltjarnarnesi hafa nóg að gera i eltingaleiknum við golfboltann nú um helgina. Á föstudaglnn verða úrslitin i Firmakeppni GN og mæta þar til leiks þeir sem urðu i 24 fyrstu sætunum i undankeppninni. Á laugardaginn sendir GN 16 manna sveit suður með sjó til að leika fyrri leildnn við golfsveit VL og þann sama dag eru tvö innanfélagsmót á Nesveilin- um. Annað er unglingakeppni en hitt er keppni fyrir nýliða og alia þá klúbbfélaga sem hafa 24 i forgjöf. Ovett ekki með í úrslitum EM í frjálsum íZagreb Mciðsli í fæti hafa orðið til þess að Steve Ovett verður ekki með i 1500 metra hlaupinu i úrslitum Evrópukeppni landsliða í frjálsum iþróttum í Zagreb i Júgóslaviu um heigina. Steve Cram mun taka stöðu hans i brezka liðinu. Cram er þessa stundina talin 10. bezti 1500 metra hlaupari heimsins og á bezt í ár 3:35,30 mín. Coe mun hins vegar verða með þrátt fyrir blöðrur á fæti og tekur þátt i 800 metra hlaupinu. SIGURBUR GUNNARSS0N AFIUR TIL VfKMGA! — „Félagid hefur ekki staðið við skuldbindingar gagnvart mér,” segir Sigurður „Likurnar eru allar á að ég komi heim nú næstu dagana,” sagði Sigurður Gunnarsson er DB hafði samband við hann úti i Leverkusen i morgun. Þar með fá Viklngar einn sinn bezta ieikmann til liös við sig á ný en Sigurður hefur undanfarið ár dvalið f Þýzkalandi hjá Bayer Leverkusen. Sigurður meiddist illa i upphafi keppnistímabilsins og náði sér síðan aldrei almennilega á strik eftir að hann hafði náð sér af meiðslunum. Hins veg- ar hefur honum gengið mjög vel í æfingaleikjum að undanförnu og jafnvel skyggt á Viggó Sigurðsson, sem einnig leikur með sama félagi. Það var því forvitnilegt að vita hvað olli þessari ákvörðun. „Félagið hefur bara ekki staðið við sinar skuldbindingar gagnvart mér og ég heid ég megi segja að ekkert komi nú lengur í veg fyrir að ég komi heim. Þetta er nokkuð erfið ákvörðun í ljósi þess hvernig mér hefur gengið undan- farið en sökin liggur alfarið hjá þeim. Ég býst við að senda skeyti um félaga- skiptin heim núna á eftir.” Eru fieiri leikmenn óánægðir? ,,Ég veit ekki um afstöðu fieiri leik- manna en það hafa komið upp erfið mál hjá félaginu að undanfömu og i þessir forráðamenn em dæmigerðir Þjóðverjar og verður ekki hnikað til eða frá.” Keppnistimabiiið í Þýzkalandi héfst 6. september þannig að allt bendir til þess að fyrir þann tima verði Sigurður Gunnarsson búinn að ganga frá sinum málum og orðinn gjaldgengur hjá Víkingi7—lOdögum síðar. -SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.