Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. [( Erlent Erlent Erient Erlent - - Erf iðleikamir í f luginu úr sögunni? Búizt við eðlilegrí flugumferö nú í dag — Dregið hef ur mjög úr stuðningi við verkf allsmenn f Bandaríkjunum — Alþjóðasamtök f lugumf erðarstjóra þinga í Amsterdam í dag Reiknaö er með að flug yfir Norður-Atlantshaf geti að mestu orðið með eðlilegum hætti í dag eftir tveggja daga öngþveiti á flugvðllum beggja vegna Atlantshafsins sem skapaðist vegna þeirrar ákvörðunar kanadiskra flugumferðarstjóra að afgreiða ekkert flug til eða frá Bandaríkjunum. Framvinda málsins kann að ráðast á fundi alþjóðasamtaka flugum- ferðarstjóra sem hefst ( Amsterdam í dag. Alls eiga 59 lönd aðild að samtökunum. Höfuðviðfangsefni þessa fundar er talið munu verða spurningin hvort öryggi flugvéla i lofthelgi Bandarikj- anna sé nægilega tryggt eftir að tólf þúsund flugumferðarstjórar hófu verkfall þar í landi fyrir ellefu dögum. Þúsundir farþega voru stranda- glópar beggja vegna Atlantshafs þegar flugumferðarstjórar á Gander á Nýfundnalandi neituðu að stýra flugi yfir Atlantshafið, á þeim for-. sendum að öryggi flugvéla í lofthelgi Bandaríkjanna væri ekki nægilega tryggt- Sá flöskuháls hvarf í gærmorgun þegar kanadísk yfirvöld hétu því að kanna öryggismálin. Síðar tilkynnti bandarisk flugum- ferðarstjórnin, FAA, um 189 flug- ferðir i morgun með alls um 65 þúsund farþega. Lynn Helms, formaður FAA, sagðist reikna með að seinkun á flugi yfir Atlantshaf yrði ekki meira en hálftími en aðrir héldu því fram að seinkunin yrði um þrjár klukku- stundir. Lewis, samgönguráðherra Banda- ríkjanna, ítrekaði í gær þá stefnu Reagn-stjórnarinnar að neita að semja við verkfallsmenn og sagði sem fyrr að verkfallsmenn yrðu ekki endurráðnir. Drew L. Lewis samgönguráðherra og Lynn Helms, yfirmaður bandarisku flug- málastjórnarinnar, FAA, á fundi með fréttamönnum. Getum boðið MF gröfur frá Svíþjóð á ótrúlega hag- stæðu verði. Traktorsgröfur Karl og Diana ganga um borð i Britai níu i Gibraltar þar sem brúðkaupsferð þeirra hófst. SADA T BOÐIÐ UM BORÐ í BRITANNÍU — Egyptalandsforseti snæddi kvöldverð með Karli og Dionu um borð ísnekkju þeirra Upplýsingar hjá K. Jónsson & Co, símar 12452 - 26455. FJÖLRITUN LJÓSRITUN VÉLRITUN STENSILL ÓÐINSCÖTU 4 -REYKJAVÍK - SIMI24250 Brit-umía, snekkja þeirra Karls prins og Diónu prinsessu af Wales, sigldi í nótt frá Port Said i Egyptalandi dl óþekkts áfangastaðar. Snekkjan sigldi suöur Súezskurðinn i átt til Rauða hafsins. Meðan snekkjan hafði viðdvöl buðu ungu hjónin Sadat Egyptalandsforseta til kvöldverðar um borð. Það er fyrsta opinbera móttakan þeirra frá því að þau voru gefin saman í London fyrir hálfum mánuði. Sadat veitti Karli prins lýðveldisorðuna, æðsiu orðu sem Egyptar veita útlendingum sem ekki eru þjóðhöföingjar. Mikil flugeldasýning var haldin í höfninni í Port Said til heiðurs Karli og Díönu. Síðan lék hljómsveit snekkjunnar lög til heiðurs Egypta- landsforseta. Karl prins og Díana BANDARÍKJAMENN A MÓTISAMNINGI UM AFVOPNUN í HIMINGEIMNUM Bandariskir embætdsmenn sögðu í anna, í gær. Þar varaði Gromyko við gær aö stjórn Reagans myndi nær því að hættan á hernaði úti í örugglega hafna tillögum Sovét- geimnum hefði nýverið aukizt. manna sem geröu ráð fyrir samningi Árið 1967 undirrituðu bæði Sovét- er bannar öli vopn úti í geimnum. menn og Bandaríkjamenn samkomu- Andrei Gromyko, utanríkisráð- lag þar sem lagt var bann við að herra Sovétríkjanna, setd tillöguna kjarnorkuvopnum eða öðrum gjör- fram í bréfi til Kurt Waldheims, eyöingarvopnum yrði komið fyrir úd framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- ígeimnum. prinsessa kysstu Sadat bæði í kveðju- skyni og var ekki annað að sjá en ákaf- lega vel hefði farið á með þeim. Brúðkaupsferð sína meðBritanníu hófu þau Karl og Díana í Gíbraltar. Þaðan sigldu þau framhjá Sardiníu og um grísku eyjarnar. Karl prins sendi Constandne Karamanlis, forseta Grikklands, skeyti þar sem hann þakkaði honum fyrir þær ánægjulegu stundir sem þau hjónin hefðu átt á siglingu hjá grisku eyjunum. „Við áttum mjög friðsama og ánægjulega daga og við kunnum stórvel að meta velvilja gríska flotans og lögreglunnar,” sagði í skeydnu. í öðru skeyti til Georges Rallis, for- sædsráðherra, sagði Karl prins að hann og kona hans myndu ætið minnast brúðkaupsferðar sinnar í grískri landhelgi með mestu ánægju. Ekki samið um nif teinda- sprengjuna Embættismenn bandaríska utan- ríkisráðuneydsins sögðu í gær að sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar að hefja framleiðslu nifteindasprengju yrði ekki hluti af því sem samið yrði um í viðræðum stórveldanna um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar í Evrópu. „Það var leiðinlegt að við gátum ekki fengið þig um borð meðan á siglingu okkar stóð í grlskri landhelgi, en við skiljum ástæðurnar fyllilega,” sagði í skeytinu. Rallis hafnaði boði þeirra Karls og Díönu vegna þess að hann hafði þegar ráðstafað tíma sínum. Rallis var viðstaddur brúðkaup Karls og Díönu í London í stað Karamanlis forseta, sem sagður var veikur. Grískir fjölmiðlar sögðu hins vegar að Karamanlis hefði ekki viljað fara til London vegna þess að Konstantín, fyrrverandi konungi Grikklands, var einnig boðið. 20 ára afmæli Berlínarmúrsins í dag: Ólík viðbrögð Berlínarbúa Berlínarbúar minnast þess í dag að tuttugu ár eru liðin frá því að Berlínar- múrinn var reistur. Þessa atburðar er minnzt með mjög ólíku mótí sitt hvorum megin múrsins. í A-Berlín er flaggað og hátíðahöld en í V-Berlín er múrinn kallaður fangelsisveggur en austan megin múrsins er hann nefndur „varnarveggur gegn fasistum”.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.