Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. I mmjMB Otgsfandi: Dagbtoðið hf. x framkvmmdattjAri: Svakm R. EyjóHason. RHsljðri: J6nas Kristj&nsson. Aðstoðanftstj6ri: Haukur Halgason. Fréttastjðri: Ómar Vatdimarsson. Ukrif stofustjðri ritstjðmar. Jðhannas RaykdaL Ijirðttir: HaUur Simonarson. Menning: Aðalstainn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Kandrit: Ásgrimur Pólsson. Hönnun: Hiimar Karisson. H Ulaöamenn: Anna Bjamason, AtN Rúnar HaHdArsson, AtM Steinarsson, Ásgeir TAmasson, Bragi Sig- nrðsson, D6ra StefúnsdAttir. EUn Albertsdóttir, Gunniaugur A. JAnsson, Inga HuH HAkonardAttir, riristján MAr Unnarsson, Siguröur Svatrisson. Ljósmyndir BjamleHur BjamleHsson. Einar Ólason. Ragnar Th. Stgurðsson, Sk,Jtður Þorri Stgurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjótfsson., Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjórí: Mór E.M. Hall- ilórsson. Dreifingarstjórí: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síöumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrffstofur Þverholti 11. ÁAaisimi blaflsins er 27022 (10 Hnur). Setning og umbrot Dagblaflifl hf., SWJumúla 12. Sundraðir falla þeir Kjarakröfur Alþýðusambands Vest- fjarða koma ekki á óvart. Þær eru ekki yfirgengilegar, svo sem stundum vill verða, þegar menn eru að sýnast. Krafizt er hækkunar fiskvinnu í launa- flokkum og endurheimtar kaupmáttar sólstöðusamninga. Eðlilegt er, að í kjarasamningum sé í sviðsljósinu sjálfur kaupmátturinn og breytingar hans í hlutfalli við breytingar þjóðartekna á mann. Krafa um ákveðinn kaupmátt er miklu sanngjarnari en krafa um ákveðnar prósentur eða krónur. Hins vegar geta menn deilt um, hvort hlutföll kaup- máttar og þjóðartekna á mann hafi verið hæfileg einmitt eftir sólstöðusamningana 1977, frekar en á ein- hverju öðru tímabili. Um slíkt þarf auðvitað að semja. Einnig er hægt að halda fram, að rökréttara sé að miða við breytingar kaupmáttar og þjóðartekna á mann á því samningstímabili, sem er að ljúka. Með því væri reiknað með, að hlutföllin hafi verið eðlileg eftir síðustu samninga. Hin aðalkrafan, um fískvinnuna, er vestfirzk. Hún sýnir sérstöðu Vestfirðinga í kjarasamningum og er án efa veigamikil forsenda ákvörðunar alþýðusambands þeirra um að hafa ekki samflot með Alþýðusambandi íslands að þessu sinni. Ekki er nýtt, að menn telji sér hag í að semja sér. Stundum hafa þeir í bili náð meiru með þeim hætti. En oftast endar sérstaðan með því, að enginn þorir að semja fyrstur og allir vilja semja síðastir til að ná örlitlu meira. Feiknarlegt afl launamannasamtakanna sem þrýsti- hóps á undanförnum árum hefur að töluverðu leyti byggzt á, að þau hafa sameinað það í Alþýðusam- bandi íslands, sem lengi bar höfuð og herðar yfir veikt Vinnuveitendasamband íslands. Stutt er síðan atvinnurekendur lærðu þessa lexíu og fóru að standa saman í Vinnuveitendasambandi íslands. Þeir gerðu það sem þrýstihóp að eins konar jafnoka alþýðusambandsins og náðu svipuðum slag- krafti, til dæmis með verkbönnum. Skiljanlegt er, að þeir, sem urðu fyrri til að ná sam- stöðu, verði líka fyrri til að gleyma kostum hennar. Þess vegna hugleiða nú ýmis fleiri félög og félagasam- tök launafólks að hafa ekki samflot með alþýðusam- bandinu. Gallinn við þessa stefnu er, að hún tekur ekki tillit til, að viðsemjandinn er ekki búinn að gleyma hinni nýlærðu lexíu. Vestfirzkir og aðrir atvinnurekendur hyggjast standa fast saman í Vinnuveitendasambandi íslands. Þótt alþýðusambandið verði ekki lengur hornsteinn næstu kjarasamninga, þá ætlar vinnuveitendasam- bandið sér að verða það. Meira að segja á það að semja fyrir Meistarasamband byggingamanna, þótt það standi fyrir utan. Alþýðusamband Vestfjarða og einstök félög þess komast því ekki hjá að semja beint við samstætt og öflugt Vinnuveitendasamband íslands, sem hefur ýmis ráð til að láta koma krók á móti bragði, þar á meðal tafir eða verkbönn. Þjóðin hafði hag og öryggi af valdajafnvægi hinna öflugu aðila vinnumarkaðsins, svona eins og heims- byggðin naut valdajafnvægis risaveldanna. Veiking alþýðusambandsins truflar þetta jafnvægi og veldur ýmiss konar óvissu. Menn freistast til sérstöðu, af því að þeir hafa dæmi um árangur hennar. Hin dæmin eru þó enn fleiri um, að sameinaðir standa menn og sundraðir falla þeir. Þá gömlu lexíu virðast margir þurfa að læra á nýjan leik eftir langt hlé. UTVARPIÐ 0G KLASSÍKIN v s Dagblaðið hefur eitt blaða þann sið að geta nokkrum orðum um dag- skrá útvarps og sjónvarps. Yfirleitt eru það blaðamenn sjálfir á blaðinu sem vega þama og meta. Og ég verð að segja aö þegar ég les þessi skrif verður mér ljóst hvers vegna Dag- blaöið er svona lágkúrulegt blað og æsifréttalegt. Þarna er sú lífspeki á fullu sem hatar allt sem kalla mætti „alvarlegt”, „fróðlegt” eða „djúpt”. Þeir hjá Dagblaðinu vilja hasar alls staðar, jafnt f dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Ef enginn hasar er í gangi í þjóðh'fmu blása þeir ein- faldlega einhver ómerkileg tiðindi upp í hasarfréttir. En alveg sér á parti meðal eiginleika Dagblaðsins er opnara hatur á svokallaðri klassískri tónhst en fyrirfinnst hjá nokkurri annarri fjölmiðlastofnun. Sumir dómarar um efni útvarpsins virðast ekki líta glaðan dag vegna þeirrar klassísku tónlistar sem flutt er í rikis- útvarpinu. En þeir em jafn óhrein- skilnir og þeir em leiðinlegir. Aldrei viðurkenna þeir það hreint út að þeir þjáist af menningarleysi og óttist aUt sem sæmilega er hugsað. Þeir létu í það skina hér áður en útvarpiö varð viðóma að þeim væri nú ekki alls varnað i tónlist en hún ætti bara ekki heima í útvarpi fyrr en það yrði við- óma. Svo varð útvarpið víðóma. Um stund var allt á huldu um tónlistar- andúð þeirra blaðasnápa. En áður en langt um leið misstu þeir stjóm á skapi sinu og þegar þeir skrifuðu um dagskrána komst ekkert að í hausn- um á sumum þeirra (t.d. Jónasi Har- aldssyni og Dóm Stefánsdóttur) nema sú klassíska músík sem þar væri að æra allt og alla því ávallt tala hvorki upp né niður í henni og láta uppi þá skoðun sina að fyrst þeim sé ekki gefið tónlistarvit sé það auðvitað engum gefið? En þrájt fyrir himin- hrópandi fáfræði og iUgirni tala þeir um tónlist heimsins eins og þeir sem valdið hafa. En hvað skyldi vera hæft í uppá- halds kvörtunarefni þeirra Dagblaðs- vitringa að klassísk músík glymji lát- laust daginn inn og daginn út í ríkis- ^ „Næst þegar þessir snillingar gerast tón- listargagnrýnendur ættu þeir aö leiörétta þann misskilning þjóöarinnar í hálfa öld að i útvarpi dynji sinfóníur lon og don.” þessir leiðindapúkar fyrir munn þjóðarinnar. Og nú var það efst á baugi að ekkert gaman væri að hlusta á klassfska tónlist nema á plötuspil- ara heimiUsins fyrir utan það að of mikið mættí af öllu gera. Af hverju segja þessir álfar ekki blátt áfram að þeim leiðist klassísk músik og botni útvarpinu? Mig langaði að ganga úr skugga um það án tílfinningasemi. Ég las þvi yfir vikudagskrár útvarps- ins vikurnar 14.—20. júní og aftur 26. júli—1. ágúst. Ég reiknaði ein- faldlega út hve lengi væri útvarpað hvern dag og yfir vikuna og hve lengi tónlist sem kalla má klassfska væri

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.