Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. r . ................ .............. Hasar f ommanna f estur á f ilmu: dSU TOK MANNINN SUNDUR í MIÐJUNNI Kvikmyndun Útlagans, sögu kapp- ans Gísla Súrssonar, er lokið. Gróf- klipptri vinnukópíu af myndinni var rennt í gegnum vélar eins kvikmynda- húss höfuðborgarinnar í fyrri viku. viðstaddir voru starfsmenn tsfílm, fyrirtækisins sem framleiðir Útlag- ann, og leikarar. Að sögn var mann- skapurinn dável hamingjusamur með árangur strits sins undanfarna mánuði. Fyrir liggur að fullvinna Útlagann. Heildarsýningartíminn er áætlaður 110 minútur og frumsýningardagur- inn ákveðinn sunnudagurinn 13. nóvember. í vetur er einnig ráögert að sýna myndina i nágrannalöndun- um. Gnda þarf hún aö spjara sig vel á alþjóöamarkaöi til aö bústinn skuldapúkinn í rjáfri ísfilm horist og rýrni. Vonazt er til að megrunin gangi fljótt og vel fyrir sig. Ekki verður öðru trúað en Útlaginn fái góöa aðsókn. Myndin er langviða- mesta fyrirtæki íslenzkrar kvik- myndagerðar hingað til — og um leið dýrasta. Meðfylgjandi myndir tók Helgi Már Halldórsson þegar unnið var að kvikmyndun Útlagans í sumar. Sumar myndanna eru teknar i Móru- dal á Barðaströnd. >ar var reistur bær Auðar, heittelskaðrar konu Gísla Súrssonar. í Gíslasögu er Auðarbær í Geirþjófsfirði, inn af Arnarfirði. Þar leyndist Gisli gjarnan stund og stund þegar hann var á flótta undan óvinum sinum. Eða eins og segir á einum stað: „Þegar er vorar, fer Gisli aftur 1 Geirþjófsfjörð og má þá eigi lengur vera í brott frá Auði, konu sinni; svo unnast þau mikið; og er nú þar um sumaríð á laun og til þess, er haustar.” Enginn má við margnum. Og í sögulokin ná þrjótarnir Eyjólfur grái Gfsli Súrsson og þræll hans, ÞArflur hinn huglausi (Doddi skrasfa) mað taumhald á burðarklárum sfnum. Amar Jónsson leikur Gfsla, Gestur E. Jónasson laikur Þórfl. Útlaginn frumsýndurí Reykjavík 15. nóvember og menn hans að vinna á Gísla. Þaö gekk þó ekki andskotalaust. í úrslita- bardaganum nær Gisii að drepa mann og annan og særa fleiri. Mætti sérhver úrbeiningamaður í sláturhús- um nútimans vera hreykinn, kynnu þeir að bregða jafn listilega sveðjum og kappinn Gisli: „Hann snarar í móti Helga og reiðir upp sverðið og rekur á lendarnar, svo að sundur tók manninn i miðju, og fellur hvor hluturinn ofan fyrir kleifarnar.” Þannig afgreiddi Gísli Súrsson, Njósnar-Helga. Skömmu siðar gerist þetta: „Maður er nefndur Sveinn, er fystur réðst í móti Gísla. Gisli heggur til hans og kiýfur hann í herðar niður og fleygir honum ofan fyrir hamar- inn. Nú þykjast þeir eigi vita, hvar staðar næmi manndráp þessa manns.” Auður lagði bónda sínum lið í bar- daganum. Eyjólfur grái ætlaði að laumast að Gísla. Auði bar þar að og lamdi á klær Eyjólfi með lurki. Hrataði hann ofan af klettinum aftur. Þá varð Gísla að orði: „Það vissi ég fyrir löngu, að ég var vel kvæntur, en þó vissi ég eigi, að ég væri svo vel kvæntur sem ég er.” Gaman er að lesa um fornmanna- hasarinn í bókum. Ekki verður síður gaman að sjá hann á hvíta tjaldinu. -ARH. Karl Ágúst Úlfsson, nýútskrífaflur úr Leiklistarakóla rikisins, lelkur sjálft Hergilseyjarfiflífl, son Ingjalds og Þorgerflar I Hergllsey. „Helgl hát sonur Ingjalds og var afglapi sem mestur mátti vera og fHI; honum var sú umbúfl veitt, afl raufarsteinn var bundinn vifl hálslnn, og beit hann gras úti sem fánaður og er kallaflur Ingjaldsfifl," segir sagan. Rflifl er mafl hattkúf á hausnum; þess tíma höfuflbúnafl — afl minnsta kosti fyrir af- glapa. Tímarnir tvennir í höfuðbúnaði Nútimalegri höfuflbúnaflur. Ökunnir geetu haldifl afl hár vssri kominn friskíegur liðsmaður frelsissamtaka Palestfnumanna — PLO. Vifl nánari skoflun kemur I Ijós afi svo er ekki. Þetta er bara hann Alan Whibley, ráfl- gjaf i ísfilmmanna I taeknibrellum I Údaganum. Jón Þórisson, leifltogi leikmynda- gerflarmanna, vifl Auðarbeeinn fullbyggðan. Kristján Hjartarson frá Tjöm húkir I dyragnttinni. Jeppinn i baksýn tilheyrir afl vfsu ekki búi Auflar og Gfsla en er góflur samt til síns brúks. Bær byggður handa Auði V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.