Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. <§ Utvarp 27 8 Sjónvarp LEIKRIT VIKUNNAR ÓVÆNT HEIMSÓKN - Útvarp kl. 20.20: UNDIR FELLDU YFIRBORÐIFJÖL- SKYLDULÍFSINS ER ÝMISLEGT ROTIÐ Óvænt heimsókn gerist skömmu fyrir heimsstyrjöldina íyrri. Birling verksmiðjueigandi og fjölskylda hans eru að halda upp á trúlofun heimasæt- unnar Sheilu og veizluborðið er hlaðið kræsingum. Mannsefni Sheilu er þó sonur keppinauts Birlings, Gerald Croft. Þegar gleðin stendur sem hæst ber lögreglufulltrúi að dyrum. Ung starfsstúlka i verksmiðju Birlings hafði framið sjálfsmorð og er verkefni lög- reglufulltrúans að rannsaka tildrögin að því. Kemur þá í ljós að undir sléttu og felldu yfirborði fjölskyldulífsins er ýmislegt rotið. Ekki er allt sem sýnist. Leikritið var áður flutt í útvarpi í nóvember 1975 og tekur eina klukku- stund og 40 min. í flutningi. Valur Gíslason annaðist þýðingu, en leik- stjóri er Gísli Halldórsson. Meðal leik- enda eru Ævar R. Kvaran, Steinunn Jóhannesdóttir, Sigmundur örn Am- grímsson og Valur Gislason. J.B. Priestley er höfundur leiksins, sem heitir á ensku An Inspector Calls. John Boynton Priestley er fæddur í Bradford í Yorkshire 1894. í byrjun stundaði hann verzlunarnám, en fór síðan í Cambridge háskólann til að læra m.a. bókmenntasögu. Eftir að hafa skrifað nokkrar skáldsögur fór Priestley að fást við leikritagerð og Sigmundur örn Arngrimsson. hefur skrifað fjöldann allan síðan. Eitt af fyrstu leikritum hans frá árunum í kringum 1930, Hættulegt horn, var flutt í útvarpi á sínum tima. Þjóðfélagsvandamál eru yfirleitt Stelnunn Jóhannesdóttir. Valur Gislason. Ævar Kvaran. uppistaðan í leikritum Priestleys. Svo er einnig um Óvænta heimsókn, þar sem aðaláherzlan er lögð á samábyrgð mannsins eða samsekt gagnvart með- bræðrum sínum. Þetta leikrit samdi Priestley i stríðslok, og það var frum- sýnt í London 1946. Þjóðleikhúsið sýndi það fyrir 30 árum. Indriði Waage lék þá lögreglufulltrúann af mikilli snilld. Af öðrum þekktum verkum hans má nefna Gift eða ógift, Ég hef komið hér áður og Tíminn og við. - LKM ÞAÐ HELD ÉG NÚ - Útvarp kl. 22.35: Uppákomur og háttemi fólks um verzlunarmanna- helgi Um verzlunarmannahelgina fór Hjalti Jón Sveinsson austur i Þjórsár- dal vegna vinnu sinnar í Útideild Félagsmálastofnunar. En þeir sem vinna í Útideildinni fara oft á þau svæði sem unglingar safnast saman á og reyna þá gjarnan að kynnast þeim og fá gott yfirlit yfir líf þeirra og líðan. Eflaust hefur þessi ferð Hjalta orðið kveikjan að næsta þætti Það held ég nú, sem verður í útvarpinu í kvöld. „Þátturinn er aðeins 25 mínútur að þessu sinni, þess vegna hef ég hugsað mér að blaðra svolítið sjálfur, í stað þess að taka einhvern i viðtal. Verður þá um nýliðna verzlunarmannahelgi að ræöa. Ég ætla þá að tala um það hvort mikil umferð um verzlunar- mannahelgina sé orðin að einhvers konar náttúrulögmáli á ísiandi. Einnig er hægt að spekúlera í hinum ýmsu uppákomum og hátterni fólks um þessa helgi,” sagði Hjalti Jón. „Fólk breytir töluvert siðum sínum og jafnvel gjörbyltist, bara af því að verzlunarmannahelgin er f algleym- ingi. Það er nokkuð áhugavert, já þaðheldégnú.” -LKM Uppákomur fólks um verzlunarmannahelgina eru on rarouiegar. pao er onætt ao segja, að fólk brcyti siðum og venjum og jafnvel gjörbyltist i algleymi hátiðarinnar. ÚT í BLÁINN - Útvarp kl. 14.00: Á meðan Sigurður Sigurðsson fer út í bláinn, sér Örn Petersen um undir- spiliö og skellir nokkrum islenzkum dægurlðgum á fóninn. Þeir Jónas I. Ketilsson og Jón Halldór Jónasson, sem báðir vinna hjá Áföngum, hjálpa svo Sigurði að skjótast úr Kerlingar- fjöllum inn í Þórsmörk og lenda á Hornströndum. Þá segja þeir Jónas og K Jón ýmsar endurminningar úr ferða- lögum sem þeir hafa farið, en þau ku hafa verið mörg. Garparnir sem eru alltaf á flakki ættu að geta sagt okkur sem heima sitjum heilmikið um hið fagra ísland. -LKM Sigurður Sigurðsson lýsir m.a. náttúrufegurð Hornstranda i þættinum Út i bláinn. interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr. 14 - S 21715, 23515 Reykjavik: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis Frá Kerlingarfjöllum inní Þórs- mörk með Hornstrandir f huga

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.