Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981. — 180. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. Alþýðublaðsdeilan leystogritstjórn hefurstörfað nýju: „KJARTAN HEFUR VAXIÐ STÓRLEGA í MÍNUM AUGUM” —segir Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóri um þátt flokksformannsins „Samkomulag náöist og við snúum til vinnu í dag. Ritstjómin er óbreytt frá því deilur hófust, enda lýstu allir samstarfsmenn mínir yfir að þeir vildu starfa áfram undir minni stjórn,” sagði Jón Baldvin Hannibalsson, ritstjóri Alþýðu- blaðsins í morgun. Alþýðublaðsdeildan var sett niður á fundi flokksstjórnar Alþýðu- flokksins í gærkvöldi. Samþykkt var tillaga Kjartans Jóhannssonar for- manns mótatkvæðalaust til lausnar deilunni. Slegið er föstu að blaðstjórn beri að halda blaðaútgáfu áfram, itrekað umboð flokksstjórnar til blaðstjórnar og ritstjóra. Flokksmenn og Alþýðublaðsmenn hvattir til að halda áfram baráttu við lýðræði í verkalýðshreyfingunni. Þá er óbeint sagt að verkalýðsmála- skrifin séu í samræmi við stefnuskrá Alþýðuflokksins. „Einn maður hefur vaxið stórlega í mínum augum fyrir hans þátt í lausn deilnanna. Það er Kjartan Jóhannsson,” sagði Jón Baldvin. Hann sagði samkomulagið fela í sér að engin eftirmál yrðu vegp^ deilnanna. Þar á meðal það að blaða- mennirnir eru teknir í sátt að nýju og fá greidd laun frá þeim tíma er þeim var sagt upp störfum. Vilmundur Gylfason lýsti yfir á fundinum í gær, að í tillögu Kjartans felist stuðningur við áframhaldandi störf hans á Alþýðublaðinu — og stuðningur við ritstjómarstefnu hans í sumar. Jón Baldvin sagði í morgun að Vilmundur myndi vinna með rit- stjórninni áfram um óákveðinn tíma. Geir Gunnlaugsson flutti á fundinum tiUögu tU stuðnings flokks- forystunni. Hún var samþykkt mótatkvæðalaust en Karvel Pálma- son sat hjá á þeirri forsendu að ein- hverjir „baksainningar” sem honum mislíkuðu, hefðu verið gerðir miUi striðandi fylkinga flokksins. Þá flutti Guðmundur Haraldsson, formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, tillögu þa sem sneitt var talsvert að Vilmundi. Lagt var að Guðmundi að draga tiUöguna til baka svo friðarumleitanir fæm ekki út um þúfur. Það gerði hann síðar á fundinum. Þingmennirnir Eiður Guðnason og Jóhanna Sigurðardóttir vom þungorðir í garð Vilmundar í ræðum sínum. Ámi Gunnarsson var hins vegar varkár og reyndi að bera klæði á vopn. Eini ræðumaðurinn sem eindregið lagðist á sveif með Vilmundi var Jón Sæmundur Sigurjónsson, deUdarstjóri í heUbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Fundarmenn sem DB ræddi við sögðu Kjartan formann hafa varast að minnast einu orði á ásakanir VUmundar í hans garð undanfarna daga. Tónninn í fundarmönnum var misgóður þegar upp var staðið eftir fundinn. „Algjör VUmundarsigur!” sögðu ákveðnustu andstæðingar VUmundar, allt annað en ánægðir. -ARH. Spjótið f ló í gegnum kappann Svona fór fyrír þeim sem reyndu aö vera vondir við Gisla Súrsson þegar kappinn sá var og hét. Gísli stakk óvini slna meö lagvopni eöa klauf í herðar niður. Spjótfló t gegnum mann úrliði Eyjólfsgráa, eins og meðfyigjandi myndsýnir. Sá œtiaðiað vega Gísla en Gísli stytti honum aldur I staðinn! Myndin er úr einu atriði (Jtlagans, kvikmyndar ísfllm um Glsla Súrsson. Leikarinn heitirBjörn Ingvarsson, starfsmaður Osta- og smjörsölunnar. Unnið er að frágangi Utlagans til sýningar. Frumsýningardagur íReykjavlk erákveðinn 15. nóvember. -ARH / DB-mynd: Helgi Már Halldórsson. — sjá nánar á bls. 16-17 Stjómarfundur Flugleiða í dag um Atlantshafsflugið: MEIRA ÁLAG LEGGST Á HINA —ef einn rekstrarþáttur fellur út, segir Örn 6. Johnson „Það’ er Ijóst að hver þáttur rekstrarins er látinn bera fastan kostnaö. Ef einn fellur út leggst meira álag á hina,” sagði örn Ó. Johnson, stjómarformaður Flugleiða, í samtali við DB. Hann var spurður hvað hæft væri i frétt Tímans í morgun um að meira tap yrði hjá Flugleiðum án Atlantshafs- flugsins, svo næmi 2 milljónum dollara. „Ég hef nú ekki lesið þessa frétt Timans og hef ekki neinar tölur fyrir framan mig þannig að ég get ekki dæmt um hvað hæft sé í henni,” sagöi örn. Stjómarfundur f Flugleiðum hófst nú skömmu fyrir hádegi. J kjölfar þess fundar verður skýrsla um Atlantshafsflugið ásamt rekstrará-. astlun send ríkisstjórninni. Ríkis- stjórnin mun i framhaldi af því taka ákvörðun um frekari stuðning vegna Norður-Atlantshafsflugsins. .KMU. É% Löngnótt áKeflavíkur- flugvelli — sjá bls. 10-11 Reykjavíkurleikamir: KR-ingarslógu 30áragamalt Íslandsmetí lOOOmboðhlaupi — sjá íþróttir í opnu Fannstmig veraaö dreyma — segirSvava Johansen um þátttöku í keppninni „Miss Young International” — sjá viðtal á FÓLK-síðu bls. 20

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.