Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1981.
Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám
Enska, þýzka, franska, spánska
Norðurlandamálin. íslenzka fyrir útlendinga.
Áherzla er lögð á lótt og skommtileg samtöl i kennslustundum.
Samtölin fara fram á þvi máli sem nemandinn er að læra, svo að
hann æfist í talmáli allt frá byrjun.
Síðdegistimar — kvöldtímar.
Mim'ir, Brautarholti 4 — sími 10004 (kl.1-5 e.h.)
V- - -
VU.ENTINE
Tbílalökk
ALLT TIL BÍLALÖKKUNAR
Simi 74540
Smiðjuvegi 40D, Kóp.
Safnvörður
Dagblaðið óskar að ráða starfsmann í mynda- og greina-
safn blaðsins.
Menntun í bókasafnsfræði eða starfsreynsla í safnvinnu
æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir sendist Dagblaðinu Síðumúla 12 fyrir 21.
september merkt „Safnvinna”.
immiAÐw
AUGLYSIIMG
Framkvæmdanefnd árs fatlaðra og stjórn Öryrkjabanda-
lags íslands efna til opins fundar miðvikudaginn 16.
september kl. 20.30 í Norræna húsinu. Norman Acton
aðalframkvæmdastjóri Alþjóðlegu endurhæfingarsamtak-
anna mun flytja erindi um störf og stefnu, samtakanna svo
og stefnulýsingu samtakanna í málefnum fatlaðra fyrir 9.
áratuginn. Allir velkomnir.
ALFA-nefnd
Stjórn ÖBÍ.
LAUSAR STÖÐUR
við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
Stöður hjúkrunarfræðinga við barnadeild, heilsugæziu i
skólum, heimahjúkrun.
Bæði er um hlutastarf og heilt starf að ræða. Einnig
síðdegisvakt kl. 16—20 á heimahjúkrun. Heilsuverndar /
félagshjúkrunarnám æskilegt. Staða sjúkraþjálfara við
heimahjúkrun. Staða Ijósmóður við mæðradeiid, hálf
staða. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400.
Stöður tannlækna við Öskjuhlíðarskóla — skóla fyrir
börn með sérþarfir — hlutastarf, einnig ýmsa aðra skóla í
borginni. Upplýsingar gefur skólayfirtannlæknir í síma
22400.
Skriflegar umsóknir þurfa að berast fyrir 20. september.
Umsóknareyðublöð fást á Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur.
Heilbrigðisráð Reykjavíkur.
AUGLÝSING
um starfslaun til listamanns
Stjórn Kjarvalsstaða auglýsir eftir umsóknum um starfslaun til lista-
manns í allt að 12 mánuði. Þeir einir listamenn koma til greina við úthlut-
un starfslauna, sem búsettir eru í Reykjavík, og að öðru jöfnu skulu þeir
ganga fyrir við úthlutun, sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt
starf. Það skilyrði er sett, að listamaðurinn gegni ekki fastlaunuðu starfi
meðan hann nýtur starfslauna.
Fjárhæð starfslauna fylgir mánaðarlaunum samkvæmt 4. þrepi 105.
lfl. í kjarasamningi Bandalags háskólamanna og fjármálaráðherra f.h.
ríkissjóðs. Starfslaun eru greidd án orlofsgreiðslu eða annarra launa-
tengdra greiðslna.
Að loknu starfsári skal listamaðurinn gera grein fyrir starfi sínu með
greinargerð til stjórnar Kjarvalsstaða, framlagningu, flutningi eða upp-
lestri á verki í frumflutningi eða frumbirtingu, allt eftir nánara samkomu-
lagi við stjórn Kjarvalsstaða hverju sinni og í tengslum við Listahátíð eða
Reykjavíkurviku. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri greiðslu samkv. þessari
grein, en listamaðurinn heldur höfundarrétti sínum óskertum.
1 umsókn skal gerð grein fyrir viðfangsefni því sem umsækjandi hyggst
vinna að og veittar aðrar nauðsynlegar upplýsingar.
Umsóknum skal komið til stjórnar Kjarvalsstaða fyrir 1. okt. 1981.
11. september 1981.
Sljórn Kjarvalsstaða
{ Erlent Erlent
—
Atkvæðagreiðsla varðandi refsiaðgerðir á þingi Sameinuðu þjóðanna:
SKIPTIR UTLU
FYRIR S-AFRÍKU
— Bandaríkin, Bretland og Frakkland sátu hjá
Vesturveldin hafa neitað að eiga
aðild að harðri fordæmingu á S-
Afríku fyrir innrásina i Angóla, sem
annars var samþykkt á þingi Sámein-
uðu þjóðanna.
Á aukafundi sem haldinn var á
allsherjarþinginu í gær greiddu 117
þjóðir atkvæði sitt gegn engu með
refsiaðgerðum en vesturveldin —
aðal viðskiptalönd Pretoríu — sátu
hjá.
Atkvæðagreiðslan, sem fram fór í
upphafi 36. allsherjarþings Samein-
uðu þjóðanna, stóð um samþykkt á
hörðum refsiaðgerðum vegna
nýlegrar innrásar S-Afríkumanna í
Angóla og neitun þeirra að veita
Namibíu í SA-Afríku sjálfstæði.
Löndin sem sátu hjá eru Bandarík-
in, Bretland, og Frakkland, en þau
beittu neitunarvaldi sínu gegn verzl-
unarbanni á S-Afríku á fundi í
Öryggisráðinu í apríl sl.
Samkvæmt stofnskrá Sameinuðu
þjóðanna er það aðeins Öryggisráðið
sem getur komið á refsiaðgerðum, anna 117 í gær hafi nokkur áhrif á S-
svo það er ólíklegt að atkvæði þjóð- Afríku.
Santos, forseti Angola.
HVER ER RAUNVERULEGUR
MÁTTUR AUGLÝSINGANNA?
ný könnun sýnir hvaða aðferðir duga bezt
Ný auglýsingakönnun í Bandaríkjun-
um sýnir að brezkir auglýsendur hafa
náð töluverðum árangri með þær
auglýsingar sem fólki þykja fyndnar og
frumlegar. Á síðustu 8 árum hafa
vinsældir þeirra aukizt úr 67% i 77%.
Einnig kom í ljós að karlmenn kunna
betur að meta þær en konur, unglingar
gleypa við þeim á meðan aldraðir láta
sér fátt um finnast, og þær eru forystu
minnihlutaflokka mikill þyrnir í
augum. En það breytir þvi ekki að yfir-
leitt er auglýsingum betur tekið en
áður.
Hins vegar er þessu öfugt farið í
Bandaríkjunum. 1980 fór fram könnun
á því hvort fólki þætti auglýsing
móðgun við gáfnafar þess og svöruðu
67% því játandi. 1975 voru 60%
þeirrar skoðunar. Enn ný könnun sýnir
að bandarískir unglingar eru mun tor-
tryggnari út í auglýsingar en brezkir
jafnaldrar. Aðeins 1/4 aðspurðra álitu
að auglýsingar gæfu rétta mynd af vör-
unni.
Bandaríkin og Bretland eru bæði elzt
í hettunni hvað auglýsingar snertir og
jafnframt stærsti auglýsingamarkaður-
inn. Þó er töluverður munur á að-
ferðum. Á meðan Bretar leggja meira
upp úr léttleika hafa Bandaríkjamenn
haldið áfram að troða vörum upp á
fólk í auglýsingum sínum. Erfitt er að
skera úr um það hvor aðferðin er
árangursríkari við sölu, en sú fyrr-
nefnda ergir neytendur þó sjaldnar en
hin siðarnefnda.
Sjónvarpsauglýsingar eru þær aug-
lýsingar sem oftast leiða til fjaðrafoks.
Aðallega eru það konur sem taka þær
nærri sér og telja þær móðgun vegna
misnotkunar á kvenlíkamanum og auk
þess gefi þær villandi mynd af fjöl-
skyldulifi. Bandarískar konur eru þó
duglegri við að mótmæla þessari mis-
notkun en brezkar kynsystur þeirra.
Algeng auglýsing:
Konan notuð sem kyntákn.
Á meðan flugfélög víða um heim stórtapa á þvl að fljúga græða þeir sem reka flugvélar er aldrei fara á loft. Hersafn nokkurt i
Cambridge hefur nefnilegar drjúgar tekjur af þvi að leyfa viðskiptavinum sinum að ganga i gegnum flugvélar þær er safnið á
til sýningar. Og eins og myndin sýnir er ekkert lát á aðsókn.
Deilt um arf eftir Presley
IW4 fl
Tom Parker, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Elvis Presley, hefur nú
verið stefnt fyrir rétt í heimaborg popp-
stjörnunnar, Memphis, Tennessee. Er
álitið að hann hafi prettað söngvarann
um stórfé. Stefnandi er fjárhaldsmaður
dóttur Presleys og einkaerfingja, Mariu
Lisu.
T.d. er því haldið fram að Parker
hafi prettað skjólstæðing sinn um
rúmar sex milljónir dala, jregar hann
seldi plötuútgáfunni RCA útgáfurétt á
lögum Presleys. Sjálfur fékk Elvis ekki
einu sinni fimm milljónir dala fyrir sinn
snúð. Einnig leigði Parker sér íbúð í
lúxushótelinu Hilton í Las Vegas á
kostnað söngvarans auk þess sem hann
lét hann greiða fjölda ferða sem ekkert
höfðu með starfið að gera.