Dagblaðið - 25.09.1981, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1981.
Dregur enn til tíðinda í skólamálum á Bolungarvík:
Gfs/i' kennarí höfðar mál á
hendur menntamálaráðherra
—Skólastjórinn sýnir valdníðslu og er studdur af menntamálaráðherra, segir Valdimar Gíslason
skólanefndarmaður
Gísli Hjartarson, fyrrverandi
kehnari við grunnskólann á Bolungar-
vík, hefur nú ákveðið að höfða' mál á
hendur menntamálaráðherra í kjölfar
brottvikningar úr kennarastöðu sinni í
sumar. Gísli hefur verið kennari við
grunnskólann undanfarin 4 ár og ætíð
notið stuðnings skólanefndar þar til í
sumar að hún klofnaði í umsögn sinni.
Tveir voru með og tveir á móti en
fimmti maðurinn var erlendis.
„Skólastjórinn sýnir valdníðslu,
studdur af menntamálaráðherra, er
Gísli er hrakinn frá störfum,” sagði
Valdimar Gíslason skólanefndarmaður
við DB i gær. örn Jóhannsson, annar
skólanefndarmaður, var annár •'þeirra
er snerist gegn Gísla. Vildi hann ekkert
láta hafa eftir sér um málið. Ólafur
Kristjánsson var hinn sem ekki studdi
Gísla.
Gísli hefur átta ára kennslureynslu,
þar af tvö ár sem skólastjóri á
Ströndum. Hann er réttindalaus en
hefur sótt námskeið í Kennaraháskól-
anum. Hann er fatlaður, einhentur
eftir slys á unga aldri, og þykir
mönnum það skjóta skökku við að visa
honum úr starfi á ári fatlaðra.
Ástæða þess að hann heldur ekki
áfram kennslu er ósætti hans og skóla-
stjóra. Gísli hefur verið ráðinn tvö
undanfarin haust með samþykki skóla-
nefndar en gegn vilja skólastjóra. Tveir
ungir kennarar með stúdentspróf hafa
verið ráðnir að skólanum nú, báðir
réttindalausir. Gísli hafði lagt stund á
réttindanám en gaf það upp á bátinn
eftir erjumar á síðasta skólaári. „Lái
honum hver sem vill,” sagði Valdimar
Gíslason viðDB.
-SSv/JH/KMU.
Gísli Hjartarson kennari á Bolungarvik vinnur nú f íshúsinu á staónum.
DB-mynd: KF, Bolungarvfk.
Seðlabankinn bætir gengistap af af urðalánum:
„Bætur fyrir iðnaðinn
nema 2,54 prósentum”
—segir Úlfur Sigurmundsson forstöðumaður Útf lutnings-
miðstöðvarinnar
„Mér skilst að 8 milljónir króna
standi iðnaðinum til boða nú þegar
Seðlabankinn bætir útflytjendum
afurða til Evrópulanda gengistap af
afurðalánum. Þetta er bót fyrir
iðnaðinn sem nemur 2,5—4 prósent-
um af útflutningsverðmætinu,”
sagði Úlafur Sigurmundsson, for-
stöðumaður Útflutningsmiðstöðvar
iðnaðarins, í viðtali við DB í gær.
Gengistapið, sem nú skal bætt,
hefur orðið til þegar útflytjendur
hafa tekið afurðalán miðuð við dollar
en selt á Evrópumarkaði fyrir gjald-
miðla viðkomandi landa. Gengi
dollars hefur hækkað mikið á árinu
samanborið við gengi Evrópugjald-
miðla. Við það hafa þeir sem slík
afurðalán hafa tekið orðið að greiða
meira fyrir lánin sín en svarar til þess
verðs sem þeir hafa fengið fyrir
afúrðirnar. Gengisstapið, sem þeir
hafa oröið að þola, hefur safnazt
fyrir í Seðlabanka en skal nú bætt
útflyijendunum. Þessar greiðslur
Seðlabankans til útflytjenda eru
taldar nema 30—32 milljónum króna
en af þeim fær sjávarútvegurinn
bróðurpartinn. Bætt verður fyrir
timabilið frá áramótum til ágústloka.
Úlfur sagðist reikna með að út-
flutningur iðnaðarvara á tímabilinu
næmi 400—420 milljónum. Þar af
hefði útflutningur til Evrópulanda
verið á bilinu 50—70 prósent.
Iðnaðurinn fengi nú 8 milljónir,
þegar gengistap væri bætt, sem væru
því 2,5 til 4 prósent af umræddum
útflutningi.
Úlfur sagði einnig að auðvitað
hefðu margir iðnrekendur flutt
afurðir út til Evrópulanda án þess að
hafa tekið lán í dollurum, og virtust
þeir ekki vera inni í myndinni.
-HH.
Byggingarnefnd Seljaskóla
óskar eftir tilboöum í gerð grunns, sökkla og botnplötu að
íþróttahúsi við skólann. Útboðsgögn verða afhent á
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur gegn 1000 kr. skila-
tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
7. október næstkomandi kl. 11.
lO.þing Verkamannasambands íslands
verður haldið í Reykjavík dagana 16.—18. október nk.
Þingið verður haldið að Hótel Loftleiðum og hefst
föstudaginn 16. október kl. 16.
Kosningu fulltrúa á þingið skal vera lokið fyrir mánudag
12. októbcr.
Sambands-félögin eru vinsamlega beðin að skila kjör-
bréfum til skrifstofu VMSÍ, Lindargötu 9, eigi síður en
þrem dögum fyrir þing. Verkamannasaniband Istands.
Þeir húsbyggjendur sem vilja fá hús sín tengd hitaveitu í
haust og vetur þurfa að sækja um tengingu sem fyrst og
eigi síðar en 20. október nk. Hús verða ekki tengd, nema
þeim hafi verið lokað á fullnægjandi hátt, gólfplata steypt
við inntaksstað og lóð jöfnuð í pípustæðinu,
Ef frost er í jörðu þarf húseigandi að greiða aukakostnað
sem af því leiðir að leggja heimæðar við slíkar aðstæður.
Hitaveita Suðurnesja.
„Þokast í samkomulagsátt”
— segir Guðmundur Axelsson í Klausturhólum um kaup borgarinnar
á Lífshlaupi Kjarvais
„Það verða frekari fundahöld á
morgun,” sagði Guðmundur Axelsson
i Klausturhólum er DB innti hann eftir
hvernig samningaviðræðurnar við
Reykjavíkurborg varðandi kaupin á
lífshlaupi Jóhannesar Kjarvals gengju.
Samningsaðilarnir hafa hitzt mjög
reglulega undanfarið og að sögn Guð-
mundar „þokast heldur í samkomu-
lagsátt”. Má því reikna með að af
kaupunum verði áður en langt um
líður. -SSv.
Orðsending til
húsbyggjenda
frá Hitaveitu Suðurnesja
Enginn fiskur ísíldinni:
Atvinnuleysi í f rystihúsinu á Höf n
Á meðan Hafnarbátar veiða síld togara til að landa en útgerðarmenn dögunum, til að láta fólkið hafa eitt-
hver sem betur getur er ekkert veitt vilja víst fremur láta þá Ianda í hvað að gera, að flytja 12 tonn af
af öðrum fiski. Þvi hefur vinna í Færeyjum. Leitað hefur verið til fisk- togarafiski landleiðina frá Eskifirði.
frystihúsinu á Höfn legið niðri miðlunarnefndar, sem stofnuð var Þykir ekki líklegt að það borgi sig.
undanfarið nema þá er síld hefur fyrir nokkrum árum, en enn án -DS/Júlía,
verið söltuð. Reynt hefur verið að fá árangurs. Gripið var til þess ráðs á Höfn.