Dagblaðið - 25.09.1981, Síða 13

Dagblaðið - 25.09.1981, Síða 13
12 d DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1981. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1981. 21 Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Annar tapleikur- innhjáðster Úrslitin í 23. umferð sænsku 1. deildarinnar um helgina urðu þessi: Halmstad—Öster 1—0 Hammarby—Göteborg 1—1 Kalmar—Brage 0—0 Malmö—Elfsborg 1—0 Norrköping—Sundsvaii 5—1 Örgryte—Atvitaberg 1—1 Öster tapaði þarna sínum öðrum leik i deildinni en það kemur ekki að sök þar sem liðið hefur fyrir löngu tryggt sér sænska meistaratitilinn í knatt- spyrnu. Þrjár umferðir eru eftir og er fallbaráttan mjög tvisýn en tvö lið falla beint og næstu tvö þar fyrir ofan þurfa að leika aukaleiki við efstu lið 2. deildar vegna fækkunar liða i 1. deild. Staðan er nú þessi: Iþróttir iþróttir Iþróttir íþróttir Öster Göteborg Norrköping Brage Malmö FF Örgryte AIK Kalmar Hammarby Elfsborg 23 19 2 2 54—12 40 23 12 6 5 50—22 30 23 11 7 5 35—25 29 23 10 8 5 25—15 28 23 10 5 8 40—34 25 23 11 3 10 40—42 25 23 7 7 9 30—32 21 23 9 3 11 25—33 21 23 7 6 10 39—43 20 23 6 7 10 22—30 19 Halmstad Atvitaberg 23 9 1 13 32—43 19 23 6 6 11 22—32 18 Sundsvail 23 5 5 13 21—51 15 Djurgarden 23 4 4 15 18—40 12 Markahæstu ieikmenn 1. deildar eru Torbjörn Nilsson, Göteborg, með 15 mörk og Thomas Sjö- berg, Malmö FF og Thomas Larsson, örgryte, með 13 mörk hvor. í neðri deildunum er gengi liða íslendinganna upp og ofan, þó heldur ofan. Vegna áðurnefndrar fækk- unar liða 11. deild þurfa lið nr. 10 og 1112. deild að ieika aukaleiki við efstu lið 3. deiidar auk þess sem þrjú neðstu liðin falla I 3. deild. Landskrona, sem Árni Stefánsson markvörður leikur með, er 19. sæti með 22 stig og Jönköping, lið Karls, Sveins og Ársæls Sveinssona úr Eyjum, er I 11. sæti með 21 stig. Bæði eru þvi I mikilli fallhættu. Grimsas, sem Eirikur Þorsteinsson, áður Vikingi, leikur með, feilur örugglega i 3. deild, hefur aðeins 15 stig þegar þremur umferðum er ólokið og á þvi aðeins stærð- fræðilega möguieika á að bjarga sér frá falli. Með Grimsas fellur i 3. deild hið kunna lið GAIS frá Göteborg sem löngum hefur leikið i 1. deild. Stefán Halldórsson, Vikingurinn fyrrverandi, siglir á milli skers og'báru með liði sinu, Kristianstad, um miðbik 3. deildar. -VS. Enn f ækkar í ungl- ingaliði Englands Enn verður enska ungiingalandsliðið fyrir áföll- um. Þrir af sterkustu leikmönnum liðsins fá ekki að fara með i heimsmeistarakeppnina i Ástraliu vegna þess að féiög þeirra vilja ekki gefa þá lausa i hálfan mánuð. Þetta eru markvörðurinn Phil Kite, Bristol Rovers, Mike Bennett, Bolton, og Colin Pates, Chelsea. í þeirra stað koma markvörðurinn Andy Gosney, og Geoff Dey sem hvorugur hefur leikið deildaleik og möguleikar Englendinga á að ná langt i keppninni dvina stöðugt. Heima sitja margir piltar sem hafa umtalsverða reynslu að baki eins og Tommy Caton, Man. City og Tom English, Coventry. Ekki verða þó öil félög sett undir sama hatt i þessu máli. Efsta lið 1. deildar, West Ham, gefur hinn efnilega lcikmann, Paul Allen, lausan fyrir keppn- ina þrátt fyrir að hann hafi verið fastamaður i liði West Ham það sem af er keppnistfmabiiinu. John Lyall, framkvæmdastjóri West Ham, segir i lagi að Ailen fari þar sem Trevor Brooking hafi verið meiddur að undanförnu en sé að verða góður og taki stöðu Ailen f liðinu á meðan. Gott fordæmi þar. -VS. Víkingarnir hans Knapp úr leik Það verða Moss og Lilleström sem leika til úrslita f norsku bikgrkepnninnl Jj ”oss slgraSi Viking 2—0 með mörkum frá Geir Henæs og fyrir- liðanum Ole Jonny Henriksen. Viking átti sizt minna i leiknum en framherjar liðsins voru ekki á skotskónum að þessu sinni. Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði Lilleström Valerengen einnig 2—0. í 1. deildinni norsku eru nú fjórar umferðir eftir og er staðan þannig: Rosenborg Valerengen Moss Viking Fredrikst., Start Lilleström Bryne Hamarkam Haugar Lyn Brann 2 34—18 25 2 34—22 23 4 22—18 22 4 24—24 22 6 37—24 18 7 31—28 18 4 21—19 18 5 22—23 18 8 19—16 17 6 16—29 13 11 19—32 11 10 14—37 11 3 Verðlaunahafar i kjöri beztu knattspyrnudómara 1. og 2. deildar ásamt fulltrúum Þýzk-islenzka verzlunarfélagsins.Á myndinni eru frá vipstri: Ómar Kristjánsson og Jónas Þorvaldsson frá Þýzk-íslenzka verzlunarfélaginu, Guðmundur Haraldsson, Friðjón Eðvarðsson, Eysteinn Guðmundsson, Friðgeir Hailgrímsson, GfsU Guð- mundsson og Jörundur Þorsteinsson, formaður knattspyrnudómarasambands tslands. DB-mynd Sig. Þorri. Beztu dómaramir að mati fyrirliða íiðanna heiðraðir —Guðmundur Haraldsson hlaut næstum fullt hús í 1. deildinni Guðmundur Haraldsson, millirikja- dómarinn kunni, var kjörinn bezti dómarinn sem dæmdi i 1. deUd íslands- mótsins í knattspyrnu. Fyrirliðar 1. deildarfélaganna höfðu atkvæðisrétt i kjörinu og hafði Guðmundur mikla yfirburði, hlaut 96 stig af 100 mögulegum. Annar varð Eysteinn Guðmundsson með 44 stig og þriðji Magnús Pétursson sem hlaut 42 stig. Það er Þýzk-íslenzka verzlunar- félagið sem stendur að þessu kjöri. I sumar hafa knattspyrnudómarar hér- lendis borið Seiko-auglýsingu á búningum sínum en Þýzk-íslenzka verzlunarfélagið er einmitt umboðs- aðili fyrir Seiko á íslandi. Er hér um mjög lofsvert framtak að ræða því knattspyrnudómarar fá venjulega mikið af skömmum en litlar viður- kenningar fyrir störf sín. Fyrirliðar 2. deildarliðanna völdu einnig bezta dómara sumarsins og þar hlaut Friðjón Eðvarðsson flest at- kvæði, 50 talsins, annar varð Gísli Guðmundsson með 44 og þriðji Friðgeir Hallgrímsson með 30 stig. í þeirri kosningu hlutu alls sautján dómarar atkvæði og í þeirri fyrrnefndu fengu allir landsdómararnir, fimmtán að tölu, atkvæði, og sýnir það vel þá breidd, sem nú er orðin í stétt íslenzkra knattspyrnudómara. Viðurkenningar sem þessar ættu að verða dómurum hvatning um að gera enn betur, þær veita þeim visst aðhald og gætu hæg- lega komið knattspymunni í heild góða um ókomna framtíð. -VS. Valsmenn leika báða Evrópu- leiki sína í körf u f London ,,Við höfum gengið frá samningum við bandarískan leikmann, John Ramsey að nafni, um að leika með okkur í úrvalsdeiidinni f vetur,” sagði Einar Matthfasson, liðsstjóri körfuknattleiksliðs Vals, f samtali við DB i gær. „Hann er væntanlegur hingað til lands á laugardag og mun þjálfa liðið auk þess að leika með þvi. Þær upplýsingar sem við höfum um hann benda til þess að um sterkan leik- mann sé að ræða. Ramsey er 2,03 m á hæð en þvi miður höfum við ekki séð hann leika og vitum þvi ekki hvernig hann kemur tii með að falla inn i Vals- Haustleikir GR Haustleikir Golfklúbbs Reykjavikur verða um helgina. Á laugardag er Baccardi-keppnin. Ræst út kl. 13.30. Á sunnudag veröur Wildberry- Kirchberry, höggleikur fyrir 50 ára og eldri, kl. 13.30. Samtimis Tia Maria fyrir konur og Smymoff-keppnin fyrir aðra. liðið.” Ramsey kemur til Vals í tæka tíð fyrir leikina í Evrópukeppninni gegn Crystal Palace. Þeir fara báðir fram í London dagana 7. og 9. október næst- Reading í efstasæti Reading skauzt upp í efsta sætið í 3. deild á miðvikudag, þegar liðið sigraði Newport 2—1 á heimavelli. Reading hefur 12 stig eftir fimm leiki. Úrslit i lægrí deildunum á Englandi á miðviku- dag urðuþessi. 3. deild Chester—Walsall 0—0 Exeter—BristoIRov. 1—3, Lincoln—Millwall 0—1 Oxford—Portsmouth 0—2 Reading—Newport 2—1 4. deiid Crewe—Bury 1—2 Hereford—Torquay 0—3 Wigan—Port Vale 2—0 Þrjú neðstu liðin falla f 2. deild og þvf litil von fyrir Haugar, Brann og Lyn en Haugar og Brann komu upp úr 2. deild i fyrra ásamt Hamarkam. -VS. Eysteinn Guðmundsson varð á þriðjudag fjórði milliríkjadómari f knattspyrnu sem ísland hefur eignazt. Hér tekur hann við blómvendi frá Jörundi Þorsteinssyni, for- manni knattspyrnudómarasambands tslands. í baksýn er Eliert Schram formaður KSÍ sem afhenti Eysteini FIFA-merkið. DB-mynd. Sig. Þorri. komandi. Samkvæmt reglum mega Valsmenn nota tvo erlenda leikmenn í Evrópukeppni en óvist er hvaða út- lendingur verður fenginn til að styrkja liðið. Það mun verða einhver erlendu leikmannanna sem leika í úrvals- deildinni en að sögn Einars er ekkert hægt að segja um hver þeirra. Valsmenn urðu síðastir úrvals- deildarliða til að tryggja sér erlendan leikmann fyrir veturinn. Aðrir út- lendingar í úrvalsdeildinni eru þeir Danny Shouse, Njarðvík, Val Brazy, Fram, Bob Stanley, ÍR, Stewart Johnson, KR og Dennis McGuire, ÍS. -VS. TAP LENU K0PPEN í FYRSTU UMFERÐ — í meistarakeppninni íbadminton íLundúnum „Það er erfiðara að sigra á badminton-mótum nú en áður. Snjallar stúikur bætast stöðugt í hópinn og mótin verða erfiöari. Og annað. Þessar stúlkur eru yngri en ég,” sagði Lena Köppen, danska badmintonkonan kunna, sem verið hefur bezta badmintonkona heims um langt árabil, eftir að hún tapaði í 1. umferð i meistarakeppninni f badninton— Masters — i Lundúnum á miðvikudag. Það var önnur bezta badmintonkona Kina, Chen Ruizhen, sem sigraði Lenu 12—11 ob 11—A Mikil keppni á Bob Hope golfmótinu Eftir fyrstu umferðina á golfmóti leikarans kunna, Bob Hope — Bob Hope golf classic — f Lundúnum i gær voru þeir Tony Jacklin, Englandi, Bernhard Langer, Vestur-Þýzkalandi, og Severiano Baliesteros, Spáni, beztir með 67 högg hver. Næstir komu Sandy Lyle, Nick Faido, Bill Longmuir, ailir Bretlandi, Hugh Baiocci, Suður- Afriku. Florentino Molina, Argentínu, og Jose-Maria Canizares, Spáni, með 68. Margir léku á 69 höggum, meðai annars Greg Norman, Ástraliu, Manuel Ballesteros, Spáni, Bob Charles, Nýja-Sjálandi, Peter Ooster- husi, Bretlandi og Eamonn Darcy, írlandi. Lena Köppen, sem er 28 ára skóla- tannlæknir, sigraði þá kínversku á móti í Danmörku fyrir viku. í fyrri lotunni í master-keppninni komst hún í 9—6, en urðu þá á mistök. Sú kínverska vann 12—11. Lena komst I 4—3 í 2. lotunni en fékk síðan ekki fleiri punkta. Meistarakeppnin var fyrst háð 1979 og þá vann Lena. Einnig 1980. Hún varð heimsmeistari 1977, Evrópumeistari 1978. Sigraði á All- England mótinu, sem löngum var niwí’ uauiiiirúónmot heims, 1979 og 1980. Komst í úrslit í vor þar en steinlá fyrir Sun Ai Hwang, Suður-Kóreu, í úrslitum 11—1 og 11—2. Þrátt fyrir tapið á miðvikudag er ekki öll nótt úti fyrir Köppen. Hún gæti enn komizt í úrslitakeppnina á laugardag. Hwang frá Suður-Kóreu keppir ekki í Lundún- um vegna meiðsla. Af öðrum úrslitum í meistara- keppninni á miðvikudag má geta þess, að bezti badmintonmaður Dana nú, Morten Frost, sigraði Chany Sartika, Indónesíu, í fystu umferðinni 15—10 og 15—3. Padukone Prakash, Indlandi, sigurvegarinn 1979, vann Kevin Jolly, Englandi, í 2. umferð 15— 11 og 15—8. Padukone keppti hér í Reykjavík í vor. í gær sigraði Lena Köppen Yun Ja Kim, S-Kóreu, 11—7 og 11—0 en Verawaty Wiharjo, heimsmeistarinn frá Indónesíu, vann Chen Ruizhen, Kína, 11—6, 2—11 og 12—10. í karla- flokki vann Thomas Kihlström, Svíþjóð, Kevin Jollu 5—4 og 15—6. Morten Frost vann Nic Yates, Englandi, 15—10 og 15—9. Stórleikur Þorbergs nægði ekki á Kunsevo — Sovézka handknattleiksliðið sigraði úrvalslið HSÍ 30-25 —Þorbergur skoraði 13 mörkúr 15 skotum „Við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik — leikmenn mfnir náðu þá ekki saman enda engin æfing haldin fyrir þennan leik. Landsliðið byrjar ekki æfingar fyrr en 24. október fyrir Tékkóslóvakfuförina,” sagði Hilmar Björnsson landsliðsþjáifari eftir að sovézka handknattleiksiiðiö Kunsevo hafði sigrað úrvalslið HSÍ 30—25 f Laugardaishöllinni f gærkvöld. Sann- gjarn sigur þeirra sovézku en langbezti maður á vellinum var Þorbergur Aðal- steinsson. Leikmenn Kunsevo höfðu engin ráð tii að stöðva Vikinginn frá- bæra. Þorbergur skoraði 13 mörk f leiknum eða meira en helming marka islenzka liðsins. Skoraði mörkin úr 15 skotum, einu sinni varíð og eitt skot framhjá, en tvö skot Þorbergs lentu i vörn eða markverði og isl. liðið náði knettinum aftur. En þvi miður var heidur fátt um fina drætti að öðru leyti hjá úrvalsliðinu. Varnarleikurinn var ákaflega slakur nær allan leikinn og markvarzla lítil sem engin í fyrri hálfleiknum. Mörkin hlóðust þá upp. Kusenko skoraði 17 mörk í fyrri hálfleik en úrvalsliðið 11. í síðari hálfleiknum lagaðist markvarzl- an mjög. Kristján Sigmundsson varði þá af prýði. í fyrri hálfleiknum bættist einnig á að Alfreð Gíslason og Siggi Sveins náðu sér ekki á strik í marka- skoruninni. Þorbergur var nær einn um að skora mörkin. Skoraði átta af 11 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. í síðari hálfleiknum náði Alfreð sér hins vegar vel upp og skoraði fimm mörk. Sovézka liðið er gott, það fer ekki milli mála, og hagar sér talsvert eftir þvi hver geta mótherjanna er. Það tók á í þessum leik — sýndi allt annan og betri leik en gegn Þrótti sl. mánudags- kvöld. Fyrirliði sovézka landsliðsins, Vladimir Belov, sýndi nú í fyrsta sinn i heimsókn Kusevo hvers hann er megnugur. í leiknum var jafnt upp í 4—4 en síðan fóru þeir sovézku að síga fram úr. Komust í 11—6 um miðjan hálfleik- inn og staðan í hálfleik var 17—11. Framan af síðari hálfleiknum varð munurinn enn meiri, 20-12 mest, en þá fór úrvalsliðið að síga á. Minnk- aði muninn í þrjú mörk um miðjan hálfleikinn, 22—19. Ekki tókst að fylgja þvi eftír og liðinu tókst meira að segja ekki að skora, þegar þeir sovézku Lena Köppen Þorbergur Aðaistelnsson, óstöðvandi. hreint voru tveimur færri. Það var ekki nógu gott og í heild var leikur úrvalsliðsins engan veginn nógu góður. Mörk þess skoruðu Þorbergur 13/1, Alfreð 5, Siggi Sveins 4/1, Guðmundur Guðmundsson, Páll Ólafsson og Stein- dór Gunnarsson eitt mark hver Manulenko var markhæstur Kunsevo 7/3. Pavlinshuk 6, Vetrov 6, Belov 4, Losovoy 4, Filippov 2 og Petrov 1, Kunsevo fékk 3 vítköSt — úrvalið 2. Fjórum sovézkum var vikið af velli. Tveim íslendingum. Dómarar voru Björn Kristjánsson og Karl Jóhanns- son. -hsím. Leika við FH og Valsmenn Tveir sfðustu leikirnir f heimsókn Kunsevo verða um helgina. Sovézka liðið leikur við FH i Hafnarfirði á laugardag kl. 14.00 og við gestgjafa sfna, Val, á sunnudagskvöld kl. 20.00 i Laugardalshöllinni. Kunsevo er hér i boði Vals vegna 70 ára afmælis félagsins. Marcel Raducanu, rúmenski flóttamaðurinn sem orsakaði hinn mikla flýti á sölu Atla Eðvaldssonar frá Dortmund til Dússeldorf. Raducanu, Rúmeninn sem kom ístað Atla hjá Bor. Dortmund Atli Eðvaldsson var mjög í fréttum þýzkum fjölmiðlum og hér heima á dögunum er hann var seldur frá Dort- mund til Dússeidorf án þess að hafa hugmynd um það fyrr en eftir á. Ástæðan fyrir þessum flýti við söluna var sú að á fjörur Dortmund hafði óvænt rekið þekktan sóknarleikmann, Rúmenann Marcel Raducanu, sem leikið hefur 26 Iandsleiki fyrir heima- land sitt og skorað mikið af mörkum. Aðdragandinn að komu Rúmenans til Dortmund var heldur betur óvenju- legur. Fyrir mánuði var hann ein af þjóðhetjum rúmenskra knattspyrnu- unnenda og miklar vonir bundnar við hann í baráttu Rúmena fyrirsætií loka- keppni HM. Rúmenska landsliðið hélt til Vestur-Þýzkalands í æfinga- og keppnisferð tíl undirbúnings fyrir síðustu leikina í riðlakeppninni. í Dort- mund lék liðið æfíngaleik við Borussia og þegar síðari hálfleikur hófst var Marcel Raducanu ekki í hópi þeirra sem hlupu inn á leikvöllinn. Vara- maður hafði komið í hans stað. Fimm mínútum síðar gekk Raducanu út um hlið leikvangsins og steig upp í leigubif- reið sem beið hans. Nokkrum stundum síðar var hann kominn til Hannover, 300kmíburtu. „Ég var búinn að Vplf" . vl«l i'yrir mér únaankomuleið í þrjá mánuði og þegar ég frétti að landsliðið ætti að leika í Dortmund ákvað ég að láta til skarar skríða,” sagði Raducanu sjálfur eftir flóttann. ,,Ég vissi að ég ætti góða möguleika á að fá hæli sem pólitískur flóttamaður tækist mér að flýja í Dort- mund. í hálfleik sagði ég við Stefan Kovacs þjálfara og æðsta mann knatt- spyrnumála í Rúmeníu að ég væri meiddur á fæti og gætí ekki leikið áfram. Ég var með ákafan hjartslátt af spenningi og ótta. Vinir mínir biðu fyrir utan leikvanginn en ef Kovacs segði mér að leika áfram gæti undan- komuleiðin lokazt. En hann sagðist setja varamann inn á fyrir mig. Liðið gekk inn á völlinn en ég gekk út á móts við frelsið.” Daginn eftir hringdi Raducanu í félaga sína í liðinu og komst að þvi að þeir voru í miklu uppnámi vegna flótt- ans. Þeir sögðu honum að Kovacs hefði lofað að þeim væri heimilt að fara vestur fyrir járntjaldið til að leika knattspyrnu þegar lokakeppninni á Spáni væri lokið. Raducanu hefur engan áhuga á að snúa heim til að láta reyna á það loforð. Raducanu á eiginkonu og tveggja ára son heima i Rúmeníu. Hann hringir til þeirra annan hvern dag og hefur farið fram á að þau fái að koma til Vestur- Þýzkalands en ekkert svar hefur borizt frá yfirvöldum. í Rúmeníu hefur ekkert verið skýrt frá flóttanum í blöðum eða sjónvarpi. Yfirvöld yfir- heyrðu konu Raducanu strax eftir að hann hvarf en hafa látið hana í friði síðan. Það lítur út fyrir að þjóðhetjan sé ekki lengiu til. Fliótle"” ciur flóttann hóf Radu- canu að æfa með 2. deilarliðinu þekkta, Hannover 96. Hann brá sér á æfingu hjá Borussia Dortmund og þar hrifust menn svo mjög af honum að samningaumleitanir hófust þegar. Eftirleikinn þekkja allir. Atli Eðvalds- son var seldur í miklum flýti til þess að rýma til fyrir nýju stjörnunni. Radu- canu leikur þó varla með Dortmund á næstunni. Ekkert er enn vitað um hvenær eða hvort hann verði gjald- gengur í vestur-þýzkri knattspyrnu. Forráðamenn Dortmund tóku áhættuna og bíða nú spenntir jress að Rúmeninn marksækni fari markverði Bundesligunnar. að hrella -VS. 7 badmintonmenn frá Grænlandi leika hér Sjö grænlenzkir badmintonleikmenn munu dvelja á íslandi i boði TBR dagana 25.—29. sept. nk. Badminton er mjög vinsæl íþróttagrein á Græn- landi og eiga þeir mörgum sterkum leikmönnum á að skipa. Þetta eru fyrstu gestirnir frá Grænlandi sem hingað koma til badmintonkeppni og er jafnframt verið að endurgjalda heimsókn fslenzkra badmintoniðkenda þangað i nóvember 1980. Gestirnir munu keppa baeði í Reykja- vik og á Akranesi. Laugardaginn 26. sept. kl. 15.00 verður liðakeppni milli TBR og Grænlendinganna. TBR-ingar munu að sjálfsögðu nota alla sina sterkustu leikmenn, og mun vist sizt af veita. Sunnudaginn 27. sept. kl. 14.00 verður mót í öllum greinum i TBR- húsi, með þátttöku gestanna, svo og allra beztu leikmanna Islands. Mánudaginn 28. sept. munu græn- lenzku gestirnir haida upp á Skaga og keppa þeir i íþróttahúsinu á Akrs’.nesi kl. 17.30. /íuSÍURBAKKI HF-simi 28411 Borgartúni 20 — Reykjavík /H mrvu&uinmm\ BORÐTENNIS- MÓT Austurbakki (Dunlopumboðiö) og íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík halda borðtennismót fyrir fatlaða miðvikudaginn 7. okt. nk. í íþróttahúsi Hlíðaskóla. Hefst mótið kl. 20.30. Notaðar verða dunlopkúlur og verðlaunin verða íþrótta- vörur frá Dunlop. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 28. sept. til Elsu Stefánsdóttur í síma 66570. Mót þetta er ágætis undirbúningur fyrir komandi keppnisferðalög erlendis sem verða í október. Umsjónaraðili er JC Reykjavík.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.