Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Síða 74
78 Arsrit Ræktunarfjelegs Norðurlands.
þess, að margir hafa gefist upp við jarðepiarækt, þar sem
næturfrost eru tíð. Það er eigi auðvelt að koma í veg
fyrir þau skaðiegu áhrif, sem kuldinn hefir á jarðepla-
plöntuna. En nokkuð er hægt að gera til að minka þau.
Með því að rækta garðinn vel, verða plönturnar þroska-
meiri. F*ær þola betur frost en þroskaminni plöntur í mið-
ur. ræktuðum jarðvegi.
Sje garðurinn vel undirbúinn, jarðvegurinn vel unninn
og vel borið í hann, rakaskilyrðin hæfileg, gott útsæði
sett niður og hirðingin góð, þá styður þetta alt að því
að efla þroska plantnanna, og þá þola þær betur kulda.
Til þess að verja plönturnar áhrifum frostsins, getur
tvent aðallega komið til greina. Fyrra ráðið er að þíða
grasið í köldu vatni fyrir sólarupprás. Pað hefir hepnast
vel. En því verður vart komið við, nema þar sem garð-
ar eru litlir. Hitt ráðið er að láta reykjarlag leggja yfir
garðinn, þá frost er um nætur. Það hefir gefist vel á
Finnlandi, og hefir einnig verið reynt hjer með góðum
árangri. F*etta er framkvæmt þannig: Umhverfis garðinn
og í hann eru látnar hrúgur af rusli með hæfilegu milli-
bili. Ruslið þarf að geta brunnið eða sviðnað þannig,
að það myndi mikinn reyk, þá kveikt er í því. En það
er gert þegar útlit ér fyrir frost. Reykinn þarf að leggja
yfir garðinn eða svæðið, sem jarðeplin vaxa á. Ver hann
grasið fyrir áhrifum frostsins.
Jarðeplasjúkdómar. Jarðeplaplantan getur sýkst,
svo að það hindri vöxt hennar, eða jarðeplin sjálf skemst
í garðinum eða við geymsluna. Flestir eiga sjúkdómar
þessir rót sína að rekja til gerla eða sveppa. Má að
nokkru leiti koma í veg fyrir þá, ef ráð eru tekin í tíma.
Hjer skal farið fáeinum orðum um helztu sjúkdómana.
1. JarðeplasýKi Hún er sá sjúkdómur, sem valdið
hefir mestu tjóni við ræktun jarðepla. Erlendis hefir hún
oft gert stórtjón. Hjer hefir hún eigi gert vart við sig,
nema á Suðurlandi. En fyrst sýki þessi er komin til