Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1913, Page 107
112
Ársrit Ræktunarfjélags Norðurlands.
og mjölvistalan er iægri, etida er þá ágúst og september
neðan við meðalta! og hefir það haft áhrif á mjölvis-
magnið.
1906 er mikið lakara sumar. Maí óvanalega kaldur.
Frost og gaddur til 25. þess mánaðar og ekki sett nið-
ur fyr en 8. júní. Júní er að vísu heitur, en júlí nær
ekki meðalhita og ágúst sömuleiðis. Vaxtartími kartafl-
anna er því hvorki langur nje heitur, enda sprettur nú
miklu lakara en áður, og mjölvismagn kartaflanna fer
altaf minkandi.
1907 er langkaldasta sumarið á þessu tímabili. Pá er
maímánuður kaldur, júlí nær ekki júníhita, ágúst ekki
septemberhita og september þaðan af lakan. Pá var líka
sprettan afarrýr, enda þá sumstaðar ekki tekið upp úr
görðum. Nú hefir líka mjölvismagnið fyrst um sinn náð
lágmarki sínu.
1908 skifti um til betra. Pá er júlí sjerlega heitur og
ágúst yfir meðaltal. Snemma í september gerði slæmt
kast, en að öðru leyti sæmilega gott fram að upptöku.
Nú hefir líka uppskeran stígið, þó ekki sje í hlutfalli við
sumargæðin. Veldur því sennilega afturför í frjósemi til-
raunasvæðisins. En nú lætur mjölvið á sjá og kemst hærra
en nokkru sinni áður.
1909 er einnig fremur gott sumar, sjerstaklega er þá
júní mjög hlýr, júlí hefir rúmlega júlíhita og ágúst er
heldur yfir meðaltal, en hitinn stígur aldrei hátt. Upp-
skeran hefir nú aukist heldur, en mjölvismagnið stendur
næstum í stað, hefir þó minkað lítið eitt. Minnir það
máske á, hve hástig hitans var lítið.
1910 var ekki heitt sumar. Pá voraði seint og enginn
mánaðanna náði meðalhita. En tíðin var hagstæð kart-
öfluvexti og jöfn. Kartöflugras hjelt sjer fram yfir miðjan
september. F*etta sumar er uppskeran svipuð og næsta
ár á undan, en mjölvismagnið óvanalega mikið. Petta er
hið eina sumar, er mjer finst það koma í mótsögn við
tíðarfarið. Get eg ekki skýrt það frekar. En þessi tala