Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Blaðsíða 3
5
„í beinu sambandi við viðreisn Hólaskóla stendur
ræktunarfélagsstofnunin“, segir Stefán skólameistari Ste-
fánsson í grein, er hann skrifaði í ársrit félagsins 1904 í
minningu Páls Briem.
Það var á „bændaskóla“tímabilinu síðari hluta mars-
mánaðar 1903, að Sigurður Sigurðsson, skólastjóri,
hreyfði því, að stofnað yrði félag, er ynni að gróðurtil-
raunum á Norðurlandi. Var þessu vel tekið um alt Norð-
urland. Stofnfundur var haldinn 11. júní 1903. Má þvi
með réttu telja Sigurð föður félagsstofnunarinnar. Með
stofnun Ræktunarfélags Norðurlands hefst nýtt tímabil í
sögu íslenzks landbúnaðar; með því er vakin alda til
framsóknar og verulegra framfara. Nýjar leiðir og áður
óþektar hér voru reyndar. Margskonar tilraunir voru gerð-
ar, sem hafa lagt drjúgan skerf íslenzkum búvísindum.
Fyrir aldamót var grasfræsáning, trjáfræsáning eða trjá-
uppeldi óþekt hér, sömuleiðis fóðurrófnarækt og hafrar
sem grænfóður. Alt þetta var nú reynt. Ennfremur voru
reynd ýms ný jarðyrkjuverkfæri og önnur eldri breytt og
endurbætt og áburðartilraunir gerðar.
Félagsandi var vakinn, sem hafði áhrif um land alt.
Búnaðarsambönd voru stofnuð að fyrirmynd Ræktunar-
félagsins. Búnaðarsamband Austurlands var stofnað 1903,
Búnaðarsamband Vestfjarða 1907 og Búnaðarsamband
Suðurlands 1908.
Ræktunarfélag Norðurlands hefir trúlega fylgt sinni
stefnuskrá, sem Páll amtmaður Briem, fyrsti formaður
félagsins, lýsir í skýrslu sinni í ársriti félagsins 1903 með
svofeldum orðum:
1) Ræktunarfélagið vill leiða vísindin inn á heimili hvers
einasta jarðyrkjumanns á Norðurlandi.
2) Ræktunarfélagið vill í sínum verkahring koma á inni-
legri samvinnu milli andans og handarinnar.
Störf og framkvæmdir hvíldu aðallega á herðum Sigurð-
ar framan af, en í stjórn félagsins var hann til 21. júní