Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Side 30
32
Sumarblóm, sem út var plantað, náðu mörg sæmilega
góðum þroska, þó mikill munur væri á því eða í fyrra
sumar.
Matjurtir. Byrjað var 11. maí að stinga upp garðinn
fyrir gulrætur, var þá víða snjór í garðinum og hvergi
stungu þýtt, var því ekki hægt að sá nema í svo lítinn
blett, hitt varð að bíða til 18. s. m.
Kálinu var byrjað að planta út 1. júní, og var það sett
í garðinn, þar sem kartöflur voru áður. Eftir 20 daga urð-
um við vör við egg kálflugunnar í kringum plönturnar.
Var þá brugðið við fljótt og vökvað með Súblímatvatni og
var það gert tvisvar aftur með 8 og 10 daga millibili.
Svo að segja allar kálplönturnar lifðu, og gáfu eftir
ástæðum góða uppskeru.
9. ágúst var tekið upp fyrsta hvítkálið, voru hausarnir
smáir en þéttir og vigtuðu um 1 kg. Það voru komin
prýðilega góð blómkál 13. ágúst.
Rauðrófur spruttu all vel, trénuðu ekkert. Gulrætur
voru líka góðar, salat, spínat o. þ. h. var í góðu meðallagi
Radísur og maírófur eyðilagði kálflugan mikið, þar var
ekkert gert henni til varnar.
Jóna M. Jónsdóttir.