Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Qupperneq 31
Samanburður ræktunaraðferða
Frá því um og eftir aldamótin síðustu og fram yfir
1920, hafa þrjár ræktunarstefnur, eða ræktunaraðferðir,
barist um völd hér á landi. Aðferðir þessar eru: Þakslétt-
an, grœðisléttan og sáðsléttan.
Þaksléttan er elst og var, fram á 3. tug þessarar aldar,
talin öruggasta og besta ræktunaraðferðin, þegar um
ræktun vallendis var að ræða, en vegna þess, hve aðferð
þessi er mjög háð handaflinu, var hún fyrirsjáanlega
dauðadæmd, eftir að kaupgjald tók að hækka stórlega
um og eftir 1918.
Græðisléttan er hinsvegar mjög ung og gætir ekki veru-
lega fyr en eftir aldamótin 1900, en hámarki sínu nær hún
ekki fyr en vélyrkjan kemur til sögunnar og hin mikla
ræktunarbylting hefst með Jarðræktarlögunum 1924.
Telja má, að sáðsléttan komi fyrst til sögunnar hér, svo
nokkuru nemi, eftir að tilraunastöðvarnar taka til starfa
um síðustu aldamót, en verulegri útbreiðslu nær hún
fyrst, þegar farið er að rækta land í stórum stíl og þá í
jarðveg, sem ekki var talinn heppilegur fyrir hinar rækt-
unaraðferðirnar. Mestri útbreiðslu hefur þessi ræktunar-
aðferð náð síðustu 2 áratugina. Sumstaðar heldur þó
græðisléttan ennþá velli.
Það er fyrst 1927, að hafist er handa hjá Ræktunarfé-
lagi Norðurlands og byrjað á tilraun með samanburð á
þessum ræktunaraðferðum, til þess að fá úr því skorið,
hver þeirra sé best við mismunandi skilyrði og aðbúð og
3