Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Blaðsíða 55
60
skift er frá búfjáráburði til tilbuins áburðar, þá vex upp-
skeran meira á sáðsléttunni heldur en þaksléttunni ög
græðisléttunni, en lækkar minna, þegar breytt er frá til-
búnum áburði til búfjáráburðar. (Sjá töflu IV og VI).
Þá er eðlilegast að gera upp áhrif áburðartegundanna
þannig, að taka meðaltal af árlegri uppskeru þeirra liða
tilraunarinnar, sem hafa fengið sama áburð í samskonar
landi, þrátt fyrir það, þótt áburðurinn verki dálítið mis-
munandi, eftir því hvaða ræktunaraðferð á í hlut. Þetta
er gert á töflu VII og línuritinu á mynd 2. Sáðsléttu II
er slept við þennan útreikning.
Lítum nú fyrst á fornræktina. (Tafla VII). Yfirburðir
tilbúna áburðarins virðast mjög miklir fyrstu árin, en
eftir að byrjað er að bera hlandið á aðskilið, dregur bú-
fjáráburðurinn mjög mikið á tilbúna áburðinn og er mis-
munurinn eftir það ekki meiri heldur en ætla má, að or-
sakist af því, að fróefnaforði fornræktarinnar notast bet-
ur, þar sem tilbúinn áburður er borinn á heldur eri þar
sem notaður en torleystur áburður.
Við sjáum þetta best, ef við athugum mismuninn á
áburðartegundunum í nýræktinni. Fyrstu árin er hann
nokkur, en þá altaf miklu minni heldur en í fornræktinni
og hverfur alveg, þegar farið er að nota hlandið sér og úr
því gefur búfjáráburðurinn oftast meiri uppskeru heldur
en tilbúni áburðurinn. í nýræktinni er náttúrleg frjó-
semi landsins lítil og fljót að tæmast, þar sem tilbúni
áburðurinn er borinn á, því alt bendir til þess, að hann
tæmi frjóefnaforðann úr jarðveginum og er mjög senni-
legt, ef tilrauninni hefði vefið haldið Iengur áfrarn, að
yfirburðir búfjáráburðarins hefðu komið enriþá betur i
ljós. Búfjáráburðurinn eykur frjóefnaforða jarðvegsins.
Kemur þetta greinilega í ljós, þegar breytt er, um áburð i;-
einkanlega á nýræktinni. Þar vex uppskeran 1934 á bú-
fjáráburðarliðnum, við það, að tilbúinn áburður er borinn
á, um 20.6 hesta, þetta ár gefur tilbúni áburðurinn 3.6