Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Page 59

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Page 59
64 ull, vallarsveifgras, hálíngresi og snarrótarpuntur séu mest áberandi. Fyrstu árin bar langmest á língresi, tún- vingli og vallarsveifgrasi í græðisléttunni, en snarrótiti virtist ríkjandi í þaksléttunni. Á sáðsléttunni ber langmest á hávöxnu sáðgresisteg- undunum, þótt nokkuð gæti þar líka innlendra tegunda, þá eru þær miklu færri og áhrifaminni heldur en á hin- um sléttunum. Grasfræblandan, sem notuð var, hafði eft- irfarandi samsetning: Háliðagras 32.09« Vallarfoxgras 30.0% Hávingull 9.4% Túnvingull 9.4% Harðvingull 3.2% Sveifgrös 14.6% Língresi 1.4% Árið 1931, gerði Steindór Steindórsson, kennari, gróð- urrannsókn á tilrauninni. Árangur hennar er birtur i Ársritinu 1937, bls. 60—62, og nægir að vísa hér til þess. Þó skal þetta tekið fram: Af tegundum þeim, sem sáð var, finnast allar við rannsóknina, en hávingull og harð- vingull aðeins sem slæðingur og ekki verður um það sagt, hvort túnvingullinn, vallarsveifgrasið og língresið er af innlendum eða erlendum uppruna, sennilega hvoru- tveggja. Mest áberandi eru: Háliðagras, túnvingull, vall- arfoxgras, sveifgrös og língresi. Á þaksléttunni ber lang- mest á túnvingli, língresi og snarrótarpunti, en á græði- sléttunni eru túnvingullinn og língresið ríkjandi. Eftir farandi yfirlit, yfir gróðurfarið á sléttunum, gefur nokk- ura hugmynd um mismuninn. Það skal tekið fram, að stigin eru fundin þannig, að á hverjum reit eru rannsak- aðir 50 smáfletir, V100 rn2 að stærð. Tegund, sem finst í öllum prufuflötunum, fær 100 stig, tegund, sem finst í 25, fær 50 stig o. s. frv.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.