Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 5

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 5
5 í reyndinni verður það Búnaðarsamband Suðurlands, sem framkvæmir þetta og tekur jörðina á leigu og efnir til til- raunabúsins 1952. Hér er stigið stórt spor og að mörgu leyti óeðlilegt, en rétt afleiðing þess sem vangert var. F.f hin mikla aðstaða á Hvanneyri hefði verið notuð í tæka tíð, og í samræmi við ákvæði laganna frá 1940, um til- raunir í búfjárrækt, hefði aldrei þurft að stofna sérstakt tilraunabú í Laugardælum. I fjárlögum ársins 1952 er í fyrsta sinn veitt fé til stofnkostnaðar búsins í Laugardæl- um, bundið við nafn „nautgriparæktarsambanda Suður- lands“. I fjárlögum ársins 1954, er fjárveitingin orðin: „til nautgriparæktarsambanda í Amessýslu og Eyjafirði, stofnstyrkur“ — en 1955 og 1956: „til nautgriparæktarsam- banda vegna stofnunar tilraunabúa til afkvæmarannsókna", — þetta er í samræmi við, að 1955 kaupir Samband naut- griparæktarfélaganna í Eyjafirði býlið Lund, við Akureyri, og fer að undirbúa þar stofnun tilraunabús með svipuðum hætti eins og í Laugardælum. Af fjárveitingunum má einnig sjá, að löggjafinn gerir ráð fyrir að styrkja stofnun þessara búa, en gerir að svo stöddu ekki ráð fyrir, að ríkið kosti hinn árlega tilraunabúskap. Gera má þó ráð fyrir, að eigi verði hjá því komist er lengra líður, en að upphafi og fyrir- komulagi eru þessi tilraunabú ekki á vegum ríkisins. Á meðan þessu fór fram hafa tilraunamálin á búum bændaskólanna náð því, að í fjárlögum ársins 1956 er í fyrsta sinn veitt fé til tilrauna á skólabúunum, þá fá þau 30 þús. krónur hvort til þeirra nota. Að þessu sinni mun þó féð fremur notað til tilrauna á sviði jarðræktar en bú- fjárræktar, því að búfjárræktartilraunir þær, sem gerðar eru á skólabúunum, munu vera að mestu kostaðar af fé því, sem Tilraunaráð búfjárræktar hefur til umráða. í búfjárræktarlögunum frá 1948, er í fyrsta sinn nefnt „hrossakynbótabú ríkisins á Hólum í Hjaltadal“, en það er stofnað að tilhlutun Búnaðarþings og Búnaðarfélags Is-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.