Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 9

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 9
9 skólans, sem þó á lögum samkvæmt að vera hægri hönd tilraunabúanna á hvaða sviði sem þau vinna. Hin tví- höfðaða yfirstjórn búnaðardeildar, sem gert er ráð fyrir í lögunum um rannsóknir og tilraunir í þágu landbúnaðar- ins, er auðvitað jafn fjarri öllu skynsamlegu og hagkvæmu. Annars er það svo hlálegt að orka mun tvímælis, hvor lögin frá 7. maí eiga að gilda, þar sem á milli ber. Það er vafasamt, hvort tilraunráðin og Búnaðardeild ber undir Rannsóknaráð ríkisins, að réttri lögskýringu, þótt þetta hafi verið þannig framkvæmt, að nokkru leyti á undanförnum árum. Hinsvegar er ekki þar með sagt, að yfirstjórn Rann- sóknarráðs hafi verið málunum fjötur um fót, hún hefur verið mest til málamynda, en raunar er öll málamyndastjórn á verulegum málum ávalt óheppileg.1) V. Árið 1940 fitjar Tilraunaráð búfjárræktar upp á því, að Búnaðardeild atvinnudeildar háskólans eignist jarðnæði, svo sem lög gerðu ráð fyrir. Varð það til þess, að jörðin Keldur í Mosfellssveit var valin og keypt til þessara hluta 1941. Halldór Pálsson, sem var settur forstjóri Búnaðar- deildar vorið 1942, segir um þetta: „Jörðin Keldur var valin og keypt fyrir búfjársjúkdómarannsóknir, og jafn- framt var gert ráð fyrir, að þar yrði unnið að jurtakynbót- um, jarðvegsrannsóknum, jurtasjúkdómarannsóknum o. fl.“ Það var alveg sérstök ástæða til þess að veita þessum ummælum Halldórs gaum og minnast þeirra, því að hér var rökrétt stefnt um mikilsverða hluti, en síðar glataðist sú stefna svo gjörsamlega, að enn eru hvorki búvísinda- menn né stjórnarvöld komin á rétta leið aftur. Rétt á hæla Keldnakaupanna skeði það, að Alþingi heim- 1) Tilraunaráð jarðræktar og tilraunastöðvarnar hafa í reyndinni aldrei lotið yfirstjórn Rannsóknaráðs. — Ó. J.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.