Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 21

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 21
21 aðarleiðbeininga, heldur en að flytja Búnaðardeildina að Hvanneyri og efla þar miðstöð þessara mála.“ Hér þarf allt að fara saman: Að framhaldsnám í búfræði verði áfram á Hvanneyri. Að Búnaðardeildin flytjist þangað. Að tvinnað verði saman miklu meira en nú er rannsókna- leiðbeininga- og fræðslustarfsemi á sviði landbúnað- arins. Á Hvanneyri á að vera miðstöð allra tilrauna í naut- griparækt. Þar situr nautgriparæktarráðunauturinn og hef- ur yfirstjórn nautgriparræktartilraunanna með höndum. Þar situr sauðfjárræktarráðunauturinn og starfar á sama hátt með fjárbúið á Hesti, sem hluta af Búnaðarstofnun- inni á Hvanneyri. Þar situr Verkfæraráðunauturinn og vinnur að sínum verkfæratilraunum og vinnuathugunuin o. s. frv. Jafnframt kenna allir þessir sérfræðingar það, sem þeim hentar, þeim, sem framhaldsnámið stunda, enda verð- ur verulegur hluti þess náms einskonar aðstoðarmannastarf hjá sérfræðingunum, við rannsóknir þeirra og tilraunir. Hér er ekki smátt í efni, munu margir segja, og hugsa um leið: Höfum við efni í þessu? En hver segir að það eigi alltaf að vera smátt í efni, þegar skipa skal búnaðarmálum til frambúðar. Og kostnaðurinn? Hann verður mikill, en miklu þarf til að kosta hvort eð er, þó að þessi hugmynd verði ekki framkvæmd, en í þess stað hugsað smátt, því að lífið og náttúran gengur sinn gang, og umbætur verða ekki umflúnar. Það þarf að byggja mikið á Hvanneyri, jafnvel þó svo illa verði að unnið, að Framhaldsdeildin verði flutt þaðan. Byggja verður á næstunni: Nýtt skólahús (kennslu- hús), nýja heimavist, verkstæði, hesthús með sviði fyrir búfjárdóma og leikfimishús, svo hið helsta sé talið. Jafn- framt þessu þarf, — þó að hugmyndin um búnaðarstofnun á Hvanneyri verði ekki framkvæmd, en Framhaldsdeildin drifin á mölina, — að koma upp og byggja vegna Búnaðar-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.