Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 23

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 23
23 XI. Er ég hreyfði þessu máli 1951 og 1952, að flytja Búnaðar- deildina að Hvanneyri og koma þar upp fullkominni bún- aðarstofnun, voru undirtektir margra út um land góðar, en undirtektir búvísindamanna og annarra búnaðarmálamanna voru engar, nema þögnin, til hennar þykir oft gott að grípa, þegar eyða skal góðu máli, en óvænlegt þykir að gera það með rökum, eða þau eru lítt tiltæk. Ég var ekkert hissa á þessu, spurnin um mold eða möl er viðkvæmt mál. Helst voru mér vonbrigði, að Hvanneyringar tóku ekki undir. Tvennt gat borið til: Algert vonleysi um jákvæða lausn málsins, þótt þeir væru mér sammála í hjarta sínu, og svo hitt, hve óljúft mörgum er að styðja gott mál, ef það er ekki „einn af oss“, sem ber það fram. Þótt ég reyfi þetta mál nú á ný, veit ég að mjög er tvísýnt um árangurinn, en ekki veldur sá er varar, og það mega Hvanneyringar vita og aðrir þeir, sem vilja af heilum hug, að Framhalds- deildin verði framvegis á Hvanneyri, en verði ekki flutt suður á malbikið í Reykjavík, að mál þeirra er vonlaust og deildin á enga framtíð á Hvanneyri, nema hærra sé reist og á þann hátt, sem ég hef bent á, að flytja Búnaðardeildina þangað og verulegan hluta af leiðbeiningastarfseminni, og byggja þannig upp miðstöð búnaðarfræða, rannsókna og leiðbeininga. Þetta er auðvelt að gera og sigurstranglegra á allan hátt, heldur en aðrar lausnir málsins, sem til tals hafa komið, ef eigi skortir trú og bjartsýni á framtíð búskapar á landi hér, og metnað fyrir hönd bænda og búnaðarmála. XII. Þá mætti ég andlega daufdumbur heita, ef ég eftir 36 áta reynslu hérlendis við búnaðarmál, gerði mér þess ekki fulla grein, að vel getur farið svo, að það skynsamlegasta

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.