Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 40

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 40
40 manna á, að hægt sé að rækta hér harðgerðar tegundir berja tii bragðbætis og ánægju. En þurfti Búnaðardeild vísindastofnunar til þess að gera þetta? Svarið verður algerlega neitandi. Að gera þær til- raunir, er þurfti, með ræktun jarðarberja, í framhaldi af tilraunum, sem Ræktunarfélag Norðurlands hafði áður gert og einstakir menn líka, var og er algerlega í verkahring Garðyrkjuskóla ríkisins. Slík tilraun er verkskylda skólans og þar hægt um aðstæður að gera þetta. Er góðum manni datt í hug að gera frekari tilraunir með jarðarber, og þess var þörf, átti aðeins að ýta við Tilraunaráði jarðræktar og Garðyrkjuskóla ríkisins, sem auðvitað er og á að vera tilraunastofnun að öðrum þræði. Það voru hin réttu tök á málinu. Dalarófan. Við að reyna fleiri tegundir af næpum hefur Búnaðardeild komizt að raun um, að tegund, sem nefnd er Dalarófa, sé álitleg matamæpa til ræktunar hér á landi. Tilraunir með næpur eru hálfrar aldar gamlar, en hafa dregist aftur úr hjá tilraunabúinu á Akureyri, sem mest fékkst við þær um skeið, þó mest við að reyna þær sem fóðurrófur. Ekki óþarft verk að halda þessum tilraunum áfram. En þarf Búnaðardeild vísindastofnunar til þess? Nei, auðvitað ekki. Að gera tilraunir með nœpur til matar, er algerlega verkefni Garðyrkjuskóla ríkisins, og ekki hægt að álasa tilraunabúunum, þótt þau legðu þær tilraunir á hilluna, er tvennt bar til, að vonlaust þótti um hagkvæma ræktun fóðurrófna, og að Garðyrkjuskólinn var tekinn til starfa. Þetta tvennt, sem nú hefur verið nefnt, er ljóst dæmi um hluti, er þurfti að gera. En er þá ekki góðra gjalda vert að Búnaðardeildin hefur gert það? Fljótt á litið ber að svara því játandi, og slíkt svar fellur í góðan jarðveg, eins og menn hugsa yfirleitt, eða hugsa ekki, um þessi mál. Hér þarf að hugsa ákveðnara og rökréttara. Það eru engin

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.