Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 55

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 55
55 góðri þró, eða vel gerðum haug, geti það geymzt óskemmt árum saman.1) Landbúnaðurinn er alltaf að breytast. Mér virðist ég eygi tvær breytingar framundan, í náinni framtíð, sem báðar verði bændum til hagsbóta. Hin fyrri er innflutningur holdanauta til kjötframleiðslu. Það má kallast furða, að hann skuli ekki vera hafinn fyrir löngu, þar sem markaður er fyrir kjötið, og gripir þessir geta gengið nær sjálfala í sum- um landshlutum. Holdanaut þurfa ekki merkileg skýli, þau þurfa einungis að vera þurr og regnheld. Nautin leita sjald- an í hús, nema í rigningatíð á haustin og bleytuhríð og skaf- renningi á vetrum. Ég hef ekki oft séð þau leita skjóls í þurrakuldum, jafnvel þótt um hörkufrost sé að ræða. Holda- naut þau, sem til greina gætu komið eru þessi: Herefords- naut, þau eru harðgerðust og sækja bezt beit, Angus- og Shorthornnaut eru góðir kjötgripir en lingerðari. Þessar gripategundir allar myndu þrífast vel í afdölum og fjall- lendi. Holdanaut eru yfirleitt miklu hraustari en mjólkurgripir, en í rakalofti og mýrlendi vill sækja á þau fótaveiki, sem getur orðið hvimleið, þótt hún sé sjaldan hættuleg. Ég hef leitast við að fylgjast með blaðaskrifum um inn- flutning nautgripa. Þar virðist mér eitt atriði, sem vert væri að athuga, ekki hafa komið fram, en það er, hvort ekki væri heppilegra að flytja aðallega inn gripi á fyrsta ári, en ekki fullorðna. Með þeim hætti væri hægt að fá fleiri gripi fyrir sömu fjárupphæð, og dreifing þeirra um landið gæti þá orð- ið örari. Þá álít ég, að ungneytin myndu venjast loftslaginu miklu fyrr en þau fullorðnu. Hin breytingin, sem koma mun síðar, er sú, að almennt verði farið að ala sauðfé til slátrunar á ræktuðu landi. Á þann hátt eykst arður bóndans af fénu, og léttara verður að 1) Ekki vil ég hvetja til þessarar aðferðar við votheysverkun hér. Ó. J.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.