Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 59
59
mynd .Sú tilhögun virðist þó sums staðar hafa sýnt næsta
litla yfirburði.
Sannleikurinn er sá, að tækni má mjög laga eftir stærð
búrekstrar, einkum ef nokkur félagsleg samtök eru viðhöfð,
og við vitum næsta lítið um það, hvaða tækni eða tilhögun á
búrekstri gefur bezta raun. Þótt tæknin sé góð og í mörgum
tilfellum ómissandi, þá á hún eins og allt annað vafalaust
sín hagfræðilegu takmörk. Á smábýlum er hægt að fá megin
ræktunarstörfin, framræslu og jarðvinnslu, unnin með
stórvirkum vélum ræktunarsambanda og búnaðarfélaga.
Léttari störfin við ræktunina er á smábýum bæði auðvelt og
ódýrt að framkvæma með hestatækjum, og getur sú tilhögun
vafalaust keppt við stórtæknina á stórbýlunum. Þess meiri
tækni, sem við notum. þ. e. erlendar vélar og orku, þess
minni hluti af arðinum fellur í okkar hlut, þess meira verð-
um við að framleiða til þess að hlutur framleiðandans verði
viðunandi. Og þegar markaðurinn fyrir framleiðsluna er
takmarkaður, eins og er fyrir landbúnaðarframleiðslu okkar
íslendinga, því að það er auðvitað hrein meinloka, að við
getum til langframa haft hag af því að selja framleiðslu
okkar úr landi langt undir framleiðsluverði, þá þýðir aukin
tækni einfaldlega, að færri geta lifað af því að framleiða
landbúnaðarvörur.
Því er haldið fram að auka þurfi tæknina til þess að vör-
urnar geti orðið ódýrari en þessi kenning stangast alger-
lega við staðreyndirnar, eins og mörg slagorð gera. Því verð-
ur varla neitað, að hér hefur tæknin verið aukin mjög á
skömmum tíma á mörgum sviðum, en hvenær hefur hún
lækkað verðlagið? Aldrei ,og gerir það sennilega aldrei.
Þetta er nú komið út frá efni þessarar greinar, hinum
„klassisku“ 10 ha, og skal nú sveigt að þeim aftur.
Nýskeð var það rakið úr skýrslugerð, er fyrrv. búnaðar-
málastjóri, Páil Zóphoníasson, gaf Búnaðarþingi, að enn
væri um fimmti hluti býlanna í landinu með túnstærð undir