Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Qupperneq 64

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Qupperneq 64
64 hvar sem væri á landinu,. að fá fullt áætlunarverð fyrir fram- leiðslu sína, mundi mikill hluti þeirra, er nú stunda sauð- fjárrækt,' hverfa að mjólkurframleiðslu, þótt nú sé þegar of- framleiðsla á mjólk og mjólkurafurðum fyrir innlendan markað, og þessar afurðir verði aðeins seldar fyrir brot af framleiðslukostnaði út úr landinu. Ríkisvaldið getur því með engu móti orðið við þessari kröfu, nema jafnframt að taka sér það vald að segja bændum fyrir verkum um það, hvað þeir mega framleiða á hverjum stað, og er þá ekki langt stökk í það, að hlutast einnig til um, hve mikið hver og einn má framleiða. Veit ég eigi, hvort þeir, sem nú eru há- værastir í kröfum sínum, mundu allir una vel þeim mála- lokum. Mér er ekki grunlaust um, að ýmis öfl í þjóðfélaginu ali á skefjalausri kröfupólitík í þeim tilgangi fyrst og fremst að auka áhrif og afskipti ríkisvaldsins og þoka þjóðinni í faðm ríkisrekstrarins. Ef bændur þrá ríkisrekstur, þá gera þeir rétt í að styðja sem harðvítugastar kröfur á hendur valdhafanna, og eins ef þeir telja sig svo vanmáttka og áhrifalausa stétt, að þeir fái ekki rönd við reist. Má vera að þeir geti þá hramsað eitthvað í sinn hlut, áður en allt verður af þeim tekið, en auðvitað skiptir það þá ekki miklu máli. Ef bændur hins vegar eru lítið ginkeyptir fyrir auknum afskiptum ríkisins af búrekstri þeirra og framleiðslu og telja sig ennþá einhvers megnuga og nokkru ráðandi um fram- vindu þjóðfélagsins, þá ættu þeir sem einn maður og í fullri alvöru að rísa gegn hóflausum kröfum, hvort sem þær eiga upptök innan stéttarinnar eða hjá öðrum stéttum þjóðfélags- ins og minnast þess, að það er aldrei vænlegt til þrifa eða velfarnaðar að gera samning við ósómann, jafnvel þótt nokk- urn stundarhag megi af því hljóta. »
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.