Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Qupperneq 5

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Qupperneq 5
því til munu bændur í firðinum, sem liafa hrossin sér til augnayndis, án þess að fá af þeim nokkurn arð. Af þessu, sem ég hef nú reynt að rekja, vona ég, að þið sjáið þær mikiu breytingar, sem ykkur hefur auðnazt að gera á jörðunum og búunum, og hef ég þó ekki minnzt á aukningu garðlands og garðmataruppskeru, né stækkun hænsnabúanna, en hvort tveggja hefur aukizt. En þar eiga þorpsbúarnir sinn bróðurpart í vextinum, eins og þeir raunar líka eigi í skepnufjölguninni, þótt það sé miklu minna. Þessar umbætur eru meiri en margur gerir sér í hugar- lund, og margir kaupstaðarbúar eiga erfitt með að átta sig á, hvernig bændurnir hafi getað gert þær allar. Þó hafa bændurnir jafnframt þessu hýst jarðirnar. íbúðarhús jarð- anna hafa gjörbreytzt. Á nálægt 80% af þeim hafa verið byggð npp ný íbúðarhús, og á mörgunt hinna liafa farið fram gagngerðar breytingar. Nútímaþægindi, svo sem mið- stöð, vatnsleiðsia, skólpleiðsla og svo framvegis hefur verið sett í húsin, svo innistörfin eru orðin allt önnur en þau áður voru. Þau eru léttari, þrifalegri og skemmtilegri, og starf húsmóðurinnar orðið allt annað. Ekki veit ég hve mikið af peningshúsunum hefur verið endurbyggt, en það ieiðir af sjálfu sér að byggja hefur þurft yfir megin liluta nautgripanna og að minnsta kosti yfir alla viðbótina. Hins vegar liggur fyrir, að síðan um alda- mót hafa verið byggðar heygeymslur, bæði yfir þurrhey og vothey, sem eru svo miklar, að ef þær eru allar nothæfar enn, rúma þær allan heyskapinn. Þó má vel vera, að enn vanti hlöður, bæði af því að eitthvað liafi gengið úr sér, og líka af því, að sumir eigi ónotað hlöðurúm, hafi byggt yfir væntanlegan heyauka næstu ára. Vera má og, að síðan heyband lagðist niður sé meira lagt í heyhestinn en áður var. Af þessu sjáum við, að sveitafólkinu hér í sýslu hefur miðað fram á leið, en ekki aftur á bak.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.