Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 7

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 7
7 „Vinnan endist þá lengur“. Þetta var í fyrsta sinn, er ég heyrði þennan hugsunarhátt og mér hraus hugur við. Síðan hef ég heyrt hann oft og víða. Þennan hugsunarhátt á sveitafólkið ekki enn, og ég vona að guð gefi, að það eignist hann aldrei. Sveitafólkið vinnur til þess að koma verkinu áfram, en hvorki til þess að treyna sér það, né til þess að fara sér svo hægt, að aldrei sjáist svitadropi. Það er af þessu, sem aliar framkvæmdir í sveitunum kosta minna í útlögð- um peningum en reiknað er með. Menn aðgæta ekki mun- inn á afköstunum hjá manninum, sem leggur sig óskiptan í verkið og vinnur að því af kappi, og hjá hinum, sem kast- ar til þess rasshendinni áhuga- og hugsunarlaust. Þessi munur er geypilegur. Það er honum að þakka, góðir Eyfirðingar, fyrst og fremst, hve miklu þið hafið afkastað. Þið hafið ekki unnið með rassliendinni, þið hafið lagt ykk- ur alla í starfið, og áorkað margföldu við það, sem akta- skrifarinn afkastar. Þess vegna hefur ykkur tekizt að um- breyta býlum ykkar svo sem raun ber vitni um. En hér kemur líka fleira til. Þið hafið haft ykkar kaup- félag og langflestir skipt við það, því ykkur hefur verið samvinnuhugsjónin í blóð borin. Frá því hafið þið árlega fengið ykkar verzlunargróða greiddan, og þó líka lagt í ykkar sameignarsjóði, en þeir hafa gert ykkur mögulegt að búa svo að ykkar kaupfélagi, að framleiðsluvörur ykkar hef- ur verið hægt að tilreiða sem fyrsta flokks vörur. Verzlun- arágóðann fáið þið árlega eftir hvernig verzlunin hefur gengið. Því miður veit ég ekki, hver hann hefur verið öll árin, eða síðan um aldamót, en ég veit, hver hann hefur verið í 20—30 ár, en það eru kr. 13.261.384.13. Vitanlega verzla fleiri en bændur við kaupfélagið, og ég veit ekki hve mikið af þessum verzlunarágóða hefur fallið í þeirra hlut, en mér er nær að halda, að þið munið hafa gert alla ykkar nýrækt fyrir verzlunarágóðann frá kaupfélaginu og jarð- ræktarstyrkinn. Nýræktin er um 3900 hektarar. Ræktun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.