Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 8

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 8
8 hektarans hefur kostað óskaplega misjafnt þau 50 ár, sem tekið hefur að framkvæma hana, en þó hygg ég, að það muni ekki fjarri lagi, að kostnaðurinn við hana annars veg- ar og jarðræktarframlagið hins vegar að viðbættum ársarði kaupfélagsins til félagsmanna, standist nokkuð á. Þið alda- mótamennirnir, hafið skilið, að það var betra að fá verzlun- arágóðann sjálfir, og leggja hann í jarðirnar, en láta erlenda eða innlenda kaupmenn stinga honum í eigin vasa til eigin nota erlendis eða hérlendis. Þið skilduð það líka, að það var hvorki vænlegt til þrifa né framfara, að hver framleið- andi reiddi mjólkina í hnakktösku til neytendanna. I skjóli verzlunarsamtaka ykkar stofnuðuð þið ykkar mjólkursam- lag, fluttuð mjólkina í sameiningu, unnuð hana í samein- ingu og selduð hana og vörurnar, sem unnar voru úr henni, í sameiningu. Hvílík lyftistöng þetta hefur orðið má marka á því, að 1. starfsárið, 1928, tók samlagið aðeins á móti einni milljón lítra af mjólk, en síðastliðið ár voru það orðnir 13 milljón lítrar. Hvert verður nú starf ungu kynslóðarinnar, sem við tek- ur? Þar kemur margt til greina. Marg er það, sem ein- staklingurinn ræður ekki við, þótt hitt sé líka margt, sem hann hefur í sinni hendi. Við, hver einstaklingur, er hluti af þjóðinni allri, og megum aldrei gleyma því í störfum okkar, hver sem þau eru. Faðir minn brenndi það inn í barnsvitund mína, að ég ætti ætíð að skoða hvert mál frá þrem hliðum. Ein sneri að mér og líðandi stund, önnur sneri að þjóðinni allri, og sú þriðja sneri að framtíðinni eða komandi kynslóðum, og hann lagð áherzlu á, að ætíð ætti viðhorfið til framtíðar- innar að skipta mestu. Ég held að þetta sé góð lífsregla. Aldamótakynslóðin héma í Eyjafirði hefur fylgt henni, þegar hún skipti við sitt kaupfélag og lagði verzlunarágóð- ann í að stækka túnin, til þess að komandi kynslóð fái betri starfsgrundvöll, í stað þessað láta liann verða eign ein-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.