Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 11

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 11
11 sjálfsögðu alveg réttmætt að ræsa miklu meira land, en fullræktað verður í náinni framtíð, þegar kostur er á skurð- gröfu, því þótt framræslan sé engin ræktun í sjálfu sér og sízt af öllu lokatakmark, þá bætir hún þó landið að vissu marki og gerir það ræktunarhæfara eftir því, sem árin líða. Sama má segja um vinnslu lands og jöfnun. Það getur verið réttmætt að sníða þær framkvæmdir eftir því hver kostur er vinnslu og véla á hverjum tíma, en eigi aðstöðu til full- vinnslu og nýtingar. Á sama hátt á stórræktun rétt á sér við vissar aðstæður, þótt hún verði ekki fullnýtt fyrr en löngu síðar, alveg eins og það getur verið réttmætt að miða ný- byggingar við væntanlega bústærð eða rekstur, en ekki líðandi stund, ef fjárfestingar- og lánsfjáraðstaða leyfa. Þótt fjárfestingar og útþenslubúskapur sé þannig rétt- mætur á vissurn tírnurn og við viss skilyrði, þá hlýtur þó jafnan að stefna að því, að fullnýtingar- og framleiðslustefn- an verði hagkvæmari og verði ráðandi. Má því segja, að það sé lokatakmark alls rekstrar og alls búskapar. Hér á landi hefur þensla og fjárfesting verið mjög ráðandi síðastliðna áratugi, en nú er svo komið hjá mörgum bændum og jafn- vel í heilum landshlutum, að ástæða er til að athuga gaum- gæfilega hvort ekki er tímabært að leggja rneira kapp á full- nýtingu þeirrar aðstöðu, sem fengin er. Ekki tel ég mig þess umkominn að draga línurnar um hvar þessi eða hin stefnan skuli ráða ríkjum og að sjálfsögðu munu þær víða haldast í hendur um sinn, því það er al- kunnugt, að framleiðslu- og fullnýtingarstefnan hefur víða verið í fullum gangi í einstökum atriðum, þótt hún óvíða hafi náð til alls búrekstursins, en mig langar til að ræða dálítið um hvað einkum þarf að gera og hafa í huga til þess að um fullnýtingu hinna ýmsu liða búrekstrar geti verið að ræða.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.