Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Qupperneq 12

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Qupperneq 12
12 Jarðrœktin. Jarðræktin er undirstaða landbúnaðarins, að minnsta kosti hér á landi, og ber því fyrst að víkja nokkuð að henni. I mörgum sveitum og landshlutum hefur mikil nýrækt ver- ið gerð á undanförnum árum, en nokkuð mun á bresta að hún sé eins vel gerð og bezt gæti verið eða skili fyllsta arði. Við þessu er ekkert að segja, því þetta gat verið hagkvæmt í bili og ræktun stendur til bóta. Ríkisvaldið hefur líka ýtt undir þessa þróun á vissan hátt. Styrkur til jarðræktar fyrst og fremst miðaður við flatarmál, hár styrkur veittur til slétt- unar túnþýfis og til þeirra, er hafa ekki 10 ha tún. Tak- markið með allri túnrækt er þó að sjálfsögðu aukin upp- skera, en henni er hægt að ná á tvo vegu, með aukinni tún- stærð og með bættri ræktun og verður síðari leiðin oftast mun hagkvæmari. Samkvæmt árangri fjölmargra tilrauna á að vera auðvelt að fá 60—80 heyhesta vegna af ha ræktaðs lands og jafnvel oft mun meira. Ekki er auðvelt að segja hve miklu þarna munar frá því, sem bændur fá almennt. því framtal töðufengsins er eðlilega mjög handahófslegt, en samkvæmt skýrslum hefur það verið 1941—45 35.8 hestar af lia, 1946—50 37.5 hestar og 1951—55 um 38 hestar af ha, og má af því draga þá ályktun, að aukning töðufengsins á undanförnum árum sé fyrst og fremst að þakka aukinni túnstærð, en að litlu leyti bættri ræktun eða aukningu upp- skerunnar af flatareiningu. Ekki sýnist fráleitt, að með um- bótum á ræktuninni ætti að vera hægt að auka uppskeruna af ha um ca 12 hesta eða í 50 heyhesta og sums staðar meira. Fyrir allt landið gæti þetta numið um 800 þús. heyhestum, eða samsvarað 20 þús. ha af nýrækt, með þeirri uppskeru, sem túnin nú gefa. Það hlýtur að vera tímabært fyrir bændur, einkum þá, er hafa sæmilega víðlent tún og reyndar einnig fyrir hina, sem nú eru að sperrast við 10 ha markið, að gera sér grein fyrir hvort túnin þeirra gefa þá uppskeru, sem þau gætu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.