Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Qupperneq 20

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Qupperneq 20
20 fullnægt, og afurðahæfni búfjárins er fyrst og fremst í því fólgin hve mikið fóður það getur hagnýtt til afurða um- fram það, sem nauðsynlegt er til vaxtar og viðhalds, þ. e. hve mikill hluti af heildarfóðrinu nýtist til afurða. Við- horfin til þessa geta þó verið nokkuð mismunandi eftir að- stæðum, einkum í sauðfjárræktinni. Þar er stundum skilið á milli fóðursparnaðarstefnu og hámarksafurðastefnu. Sú fyrrnefnda byggist á því, að fénaðurinn tekur mikinn hluta fóðursins sjálfur af óræktuðu landi, svo viðhaldsfóðrið veg- ur létt á rekstursreikningnum. Hin síðarnefnda miðar að því að knýja hvern einstakling til sem mestra afurða með ríkulegri fóðrun, svo sem verður að eiga sér stað þegar gimbrar eru látnar lembgast, fjöldinn af ánum er gerður tvílembdur og kjötsöfnun dilkanna er aukin með beit á ræktuðu landi. Eins og sakir standa geta bæði viðhorfin átt rétt á sér, en þó er enginn efi á því, að hámarksafurðastefn- an vinnur á og nær smám saman undirtökunum. Það er fullnýting afurðahæfninnar, sem lagt verður kapp á, en það er aðeins hægt með góðri fóðrun. Þó má að sjálfsögðu ekki einblína um of á fóðrunina og álíta að hún sé öllu ráðandi um afurðirnar, því þar kemur margt fleira til greina svo sem bygging, hreysti og sér í lagi mjólkurlagni, en hún hlýtur að skipta höfuð máli þegar um það er að ræða að fá ærnar tvílembdar og að ala upp góða dilka til slátrunar. Með hóflausri fóðrun, svo sem mikilli kjarnfóðurgjöf, kann að vera hægt að knýja stirtlurnar til að fæða tvö lömb á vorin, en svo geldast þær líka snemma á sumrin. Meðan fært var frá og haft í kvíum var meira vitað um mjólkur- lagnina og meira hirt um hana en nú er gert. í mjólkurframleiðslunni eða nautgriparæktinni mætti líka tala um tvær stefnur eftir aðstæðum, jafnmjólkur- og hámjólkurstefnu. Jafnmjólkurstefnan var hér ráðandi með- an mjólkursala var lítið eða engin og fóðurbætisgjöf nær óþekkt og er svo enn, þar sem kýr eru fáar og aðeins til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.