Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 21

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 21
21 heimilisþarfa. Þar eru þær kýr taldar notadrýgstar, sem komast aldrei hátt, en mjólka jafnt og standa lítið geldar. Þessar kýr mjólka sjaldan mikið en komast af með heyfóð- ur nær einvörðungu. Oðru máli gegnir, þar sem mjólk er framleidd til sölu, þar er keppt að því marki að fá sem mesta mjólk eftir hverja kú, og þá þurfa kýrnar að komast í háa nyt eftir burðinn, í 20 kg á dag eða jafnvel mikið þar yfir, en til þess, að mjólkurlagni þessara kúa nýtist og að ársnytin verði í samræmi við það hvað hátt þær komast, þarf að sjálfsögðu að vera hægt að halda kúnni í hæstu nyt sem lengst. Þetta er svo aðeins hægt að kýrnar séu annað hvort á úrvals, ræktuðum bithaga að sumrinu eða fái meira eða minna kraftfóður með gróffóðrinu að vetrinum. Getur jafnvel verið nauðsynlegt að gefa kraftfóður með sumar- beitinni, þótt góð sé, í einstökum tilfellum, því varla mun þess að vænta, að margar kýr geti mjólkað yfir 20 kg á dag af grasbeit einni og varla meira en 12—15 kg af bezta hey- fóðri á veturna, en fái þessar kýr, sem hafa eðli til að kom- ast í háa nyt og mjólka mikið, ekki fóðurþörfinni fullnægt, eyða þær efnaforða líkamans, sem endist skamma hríð, en snögggeldast svo og hrapa þá oft niður fyrir það, sem eðli- legt er eftir fóðurgjöfinni. Við þetta styttist mjólkurskeið- ið mjög svo geldstaðan verður óeðlilega löng. Ársnytin verður þá oft lægri hjá þessum kúm en hjá þeim, sem kom- ast í miklu lægri nyt. Kynbætur nautgripa hér á landi hafa fyrst og fremst beinzt að því að ala upp afurðamiklar kýr, en það á svo aðeins rétt á sér, að afurðageta þeirra sé fullnýtt eða því sem næst, en það er ekki unt með heyfóðri einu saman. Auðvitað ber að keppa að því að gera heyfóðrið sem bezt og notadrýgst, en á því verða oft margir meinbugir, og jafnvel þegar bezt lætur verður ekki fóðurþörf hámjólka kúa fullnægt með heygjöf einni saman. Þeir, sem halda, að fóðurbætiskaup landbúnaðarins séu fyrst og fremst vegna

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.