Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 25

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 25
25 hana og smá verkstæði þar þá jainiramt. Á þennan stað á að færa allar vélar og verkfæri, jafnan er teijandi hlé verð- ur á notkun þeirra og þrífa þau þar og lagfæra biianir, sem iagfærðar verða á heimilunum. Viðhald. Nýir hiutir og nýjar framkvæmdir þurfa lítið viðhaid og eru því venjuiega þægiieg og örugg í notkun og skila góð- um afköstum, en verkfæri og framkvæmdir, sem eru undir stöðugu eftirliti og fá viðgerð jafnskjótt og þörf krefur, halda áfram að vera ný, þægileg í notkun og afkastamikii. Oft stórskemmast byggingar af því þær fá ekki nauðsynlegt viðhaid nýjar, girðingar ganga úr sér og veita léiega vörzfu, af því ekki er gert við smágaila á þeim nýjum. Framræsia, nýlega gerð, nýtist ekki tii hfýtar, af því ekki er hirt um að hreinsa höft og niðurföli úr skurðunum og véiar og verk- færi endast illa og stórtefja oft störfin, af því að smábilanir, sem ekki var hirt um að gera við þegar í stað, hafa fætt af sér stórbilanir, eða vanrækt var að athuga og yfirfara tækin rækilega meðan þau voru ekki í notkun. Þannig mætti lengi lialda áfram. Allir hlutir þurfa stöðugt eftirlit og viðhald, líka nýir lilutir, og á athyglinni og viðhaldinu veltur end- ingin, afköstin og árangurinn. Hér hefur verið stiklað á stóru komið allvíða við en þó fleiru sleppt og engu gerð teljandi skil. Hér hefur þó verið nóg sagt til þess, að undirstrika hin spöku orð Sighvats Sturlusonar, er hann mælti við Sturlu son sinn, er honum fannst fara fyrirhyggjulítið í uppgangi sínum: „Margs þarf búið við“. Þannig var þetta í tíð Sighvats og þannig er það enn, og þótt tímarnir séu um margt ólíkir og þarfir búsins næsta ólíkar, þá er þó eitt sameiginlegt. Þá og nú voru umbrota og byltingatímar, en þá er jafnan hætt við að margt fari í súginn og mjög skorti á rétta notkun og hagnýt- ingu ef fyrirhyggjuna brestur. Ólafur Jónsson.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.