Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 38

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 38
38 er nálægt 700 mm yíir árið, þar af hafa tallið að meðaltali 270 mm yfir sumarmánuðina maí—september. I dagbókinni er skýrt frá því, sem hér fer á eftir, frá ferðinni til Bjarkeyjar og ferkiskóginum þar. Á ieiðinni frá Ervík niður tif Harstad veitum við því athygii, að vexti grenisins er við sáum á ieið okkar, er lokið á þessu sumri. Vöxturinn er með minna móti, því það voraði seint og var kalt í fyrrasumar. Bjarkey er lítil eyja, aðeins 15 ferkm. að ílatarmáli. Þang- að komum við eftir 2l4 klst. siglingu. Þar gaf að líta í görðum í litlu sjávarþorpi vöxtuleg lauftré af reyni, elri, ösp og birki, einnig víðirunna og falleg blágrenitré. Við fórum með bíl vestur með strönd eyjarinnar, svo langt sem bílvegur náði, og gengum síðan upp að birkiteignum, sem er í 80—100 m hæð yfir sjávarmál, rétt norðan við 69. breiddarbaug, á 5° 50' au. 1. Á leið okkar var algjörlega skóglaust land. Það leynir sér ekki, að margar sömu tegund- ir af grösum vaxa hér og heima, þar á meðal músareyra, maríustakkur, maríuvöndur, bláklukka, vallhumall o. fl. Nokkrar hæðir eru norðan við lerkiskóginn. Neðri lerki- flöturinn er í dálitlum halla á móti vestri. Stærðin er innan við 1 ha. Jarðvegurinn er frekar djúpur móajarðvegur, með lága grunnvatnsstöðu. Landið var áður skóglaust, og voru þar ráðandi jurtir bláberjalyng, krækiberjalyng og snarrót. Einnig óx nokkuð af runnum neðst í hallinu, víðir og mjög lágvaxið birki. lærkiskógurinn er 20 ára, eða 2 árum eldri en Guttorms- lundur á Hallormsstað. Síðasta grisjun fór fram í fyrra, þá var tekinn l/4 af tölu trjánna. Nú eru hæstu trén orðin %\/> m, og meðalhæðin á milli 5 og 6 m. Hæðarvöxturinn er í ár frá 35—55 cm. Vaxt- armælingar af skóginum annast miðstöð skógræktartilrauna Vesturlands, sem hefur aðsetur í Bergen. Trjásjúkdóma hefur ekki orðið vart á þessu lerki.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.