Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 44

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 44
44 áþreifanleg af uppblæstri eða eyðingu vatns samhliða beitinni. En einmitt af þessum sökum er rannsókn sú, sem hér um ræðir svo mikilvæg. Með henni er verið að leggja grund- völlinn til að standa á, áður en lengra er farið í þessum rannsóknum, þann grundvöll, sem ekki verður komizt hjá, og allar framhaldsrannsóknir í þessum efnum verða að hvíla á. Gróðurkortin, eins og frá þeim er gengið, sýna oss, hversu mikið gróið land er á hinu umrædda svæði, og hvernig það skiptist milli mismunandi gróðurfélaga. Eg gat þess áðan, að mörgum yxi í augum víðátta beiti- landanna, og er það raunar engin furða, þegar menn þurfa að leggja leiðir sínar um þau í smalamennsku. En vér skul- um nú athuga, hversu mikið af þessu víðerni er nýtileg til beitar. Má gera ráð fyrir að Gnúpverjaafréttur sé ekki fjarri því sem er meðallag, þótt ekki verði það fullyrt. Svæði það, sem kortlagt hefur verið, er alls um 28 þús. ha. En gróið land af því reyndist ekki vera nema um 51%, eða aðeins rúmur helmingur afréttarins. Að vísu verður því ekki neit- að, að hinir ógrónu melar og sandar, sem svo eru merkt á uppdrættinum eru ekki gróðurlausir með öllu. Þar er á mörgum stöðum það, sem kalla mætti hlauphaga. En á móti því kemur, að gróðurlausir blettir eru í gróna landinu svo margir og miklir, að vafalaust gera þeir meira en vega móti hagateygingunum, sem leynast á grjótum og melum. Þá er og þess að minnast, að 39% af hinu gróna landi er mosaþemba, en í henni er hvergi meira en 20—30% af yfir- borðinu vaxið háplöntum, og oftast miklum mun minna einkum þar sem landið liggur hæst og er skjólminnst. Þegar vér höfum fengið vitneskju um hversu stórt gróna landið er og jafnframt hitt, að á hinu gróna landi finnast 24 mismunandi gróðurhverfi eða gróðurhverfasamstæður, sem mjög eru misjafnar að stærð og gæðum, þá er að kanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.