Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 51

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 51
51 ist við og við í bókahillur einstaklinga. Þess er varla að vænta meðan ekkert opinbert safn landbúnaðarbókmennta er aðgengilegt í landinu. Utanfarir eiga að sjálfsögðu jafnan að hafa einhvern hag- nýtan tilgang eða að minnsta kosti fræðilegan grundvöll eða keppnislegan, því ég er því engan veginn andvígur, að af- reksmönnum okkar gefist kostur á að þreyta við afburða- menn annarra þjóða, en ég get engan veginn mælt með utanferðum, sem ekkert markmið hafa, eða eiga í hæsta lagi að vera til skemmtunar. F.inhver mun segja, að það sé í sjálfu sér nokkurt markmið að kynnast löndum og þjóðum, en þeytingur um mörg þjóðlönd á 2—3 vikum getur aldrei náð því marki. Vafalaust hafa flestir, sem utan fara, það í huga að njóta nokkurrar skemmtunar í ferðalaginu, jafnhliða hinum al- varlegri og þýðingarmeiri markmiða, og ekki ætla ég mig neina undantekningu hvað það snertir. Fyrst er nú það, að um þessar mundir, eða í byrjun september, á landbúnaðar- háskólinn danski 100 ára afmæli, og verður þess minnst með hátíðarhöldum á þeirri virðulegu stofnun. Ekki neita ég því, að mér er nokkur forvitni á að heimsækja minn gamla skóla á þessum tímamótum, þótt ég viti, að þar hefur ekki orðið nein stórbreyting í þau 34 ár, sem liðin eru síðan ég kvaddi hann, en einkum hlakka ég til að mæta í Auditori- um VII — aðal fyrirlestrasal skólans — og vita hvað ég sé þar af gömlum félögum eða kunnum andlitum frá þeim löngu liðnu dögum, en líka að virða fyrir mér nýja lærifeð ur og unglinga þá, sem nú er að hefja þar nám. Námið á skóla þeim var oft erfitt, en þó hefi ég þaðan aðeins góðar endurminningar, en undarlegt er það, að mig dreymir þráfaldlega, að ég sé að hefja þar nám að nýju — veit þó jafnan að ég hef lokið þar námi áður —. F.kki eru þessir draumar alltaf óblandnir ánægju, því venjulega er ég •t*

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.