Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 54
Af búnaðarþingsfulltrúum voru mættir: Garðar Halldórs-
son, Rifkelsstöðum, Jón Sigurðsson, Reynistað, og Helgi
Kristjánsson, Leirhöfn.
Stjórn félagsins var öll mætt.
Enn fremur sat fundinn Pálmi Einarsson, landnámsstjóri.
2. Framkvæmdastjóri félagsins, Ólafur Jónsson, las upp
tveggja ára reikninga félagsins. Skýrði hann þá ýtarlega.
Eign í árslok 1957 kr. 297.366.11.
Áhati á árinu 1957 kr. 14.180.95.
Á árinu 1957 fór fram nýtt mat á lausafé félagsins, sem
leigt er Tilraunaráði jarðræktar og voru eignirnar metnar á
kr. 411.396.83 og hafði hækkað um kr. 92.280.00.
3. Framkvæmdastjóri lagði fram fjárhagsáætlun fyrir árið
1958 og 1959 og skýrði hann hana lið fyrir lið. Sérstaklega
ræddi hann um Ársritið, útkomu þess, efnisvöntun og fjár-
hag. Örðugleikana við innheimtuna kvað hann mikla og
fyrirkomulagi hennar áhótavant. Enn fremur ræddi hann
nokkuð um framtíðarstarf félagsins.
Til máls tóku: Guðmundur Jósafatsson, Helgi Kristjáns-
son, Karl Arngrímsson, Ólafur Jónsson, Pálmi Einarsson,
Jón Sigurðsson, Garðar Halldórsson, Gunnlaugur Björnsson
og Ármann Dalmannsson.
I fjárhagsnefnd voru kosnir: Jón Sigurðsson, Helgi Krist-
jánsson, Guðmudur Jósafatsson, Garðar Halldórsson, Eggert
Davíðsson.
Á fundinum mætti Ketill Guðjónsson, búnaðarþingsfull-
trúi.
Þá var gefið matarhlé og í því skyldi fjárhagsnefnd ljúka
störfum.
Fundur hófst aftur kl. 14.40.
Mættir voru á fundinum sem gestir: Árni Friðfinnsson,
Rauðuskriðu, og Skafti Benediktsson, ráðunautur.
Á fundinum tók sæti Brynjólfur Sveinsson, í stað Ár-
manns Dalmannssonar, er varð að hverfa af fundi.