Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Qupperneq 61
61
varúð í bili, en sjaldan líða margir mannsaldrar áður en
yfir fyrnist minninguna um slysin og varúðin gleymist.
Þannig er það alþekkt erlendis, að þótt hættusvæðin séu
yfirgefin í bili, þegar ósköpin hafa dunið á, byggjast þau
venjulega aftur á nokkrum áratugum. Hér gætir þessa eðli-
lega minna enn vegna strjálbýlis, en í sambandi við mann-
virkjagerð hér á landi virðist ekki alltaf mikið tillit tekið til
reynslunnar í þessum efnum. Að sjálfsögðu er ekki ætíð
hægt að umflýja hættuna og verður að taka áföllin þegar
þau koma, en oft má vafalaust draga úr þeim eða forðast
þau með öllu.
Snjórinn eða snjólagið torveldar oftast vegasamgöngur
hér á landi, en ósköp er ég smeykur um, að oft hafi verið
lítið skeytt um reynsluna í þessum efnum við lagningu vega.
Hvernig er það svo með nautnirnar, svo sem tóbak og
áfengi? Öll reynsla hnígur í þá átt, að þær séu engum ávinn-
ingur en oft skaðlegar bæði efnahag, hamingju og heilsu.
Þó lokum við augunum fyrir staðreyndunum jafnvel þeir,
sem alls ekki vilja láta telja sig háða nautnunum, en annað
hvort hljótum við að taka afstöðu gegn þeim, eða við erum
á valdi þeirra, en þá verður viðhorf okkar sama og Páls
Ólafssonar, sem kemur fram í eftirfarandi vísu:
Eg drekk nú svona dag og nótt
á degi hverjum rúman pott,
og þótt það öðrum þyki ljótt,
þá þykir mér það skrambi gott.
En gæðin og gamanið fóru nú stundum af hjá Páli, er
hann lýsir þannig:
Eg hef svo margan morgun vaknað
magaveikur um dagana.
Hreysti minnar og heilsu saknað
haft timburmenn et caetera.