Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 63

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 63
63 Úr því rætt er um heilbrigðismál og viðhorfin til þeirra er ástæða til að nefna enn einn sjúkdóm, sem fyrir hálfri öld var með þeim skæðustu, en það var sullaveikin. Þessi hvimleiði og lífshættulegi sjúkdómur kom víða við og olli mestu hörmungum, sem vafalaust eru enn þá eldra fólki í fersku minni. Upplýst var, að sjúkdómurinn orsakaðist af óþrifnaði og skeytingarleysi. Bandormur sá, er sullunum olli, þreifst að nokkru í innýflum sauðfjár, en að nokkru í þörmum hunda, en hundarnir sýktu mannfólkið. Til þess að losna við sjúkdóminn var þrennt nauðsynlegt: 1. Að hindra að hundar næðu í sulli úr sauðfé. 2. Að losa hund- ana með inngjöfum við ormana. 3. Að umgangast hunda með þeirri varúð að smithætta væri fyrirbyggð. Til þess að þetta tækist varð að breyta gömlum, rótgrónum venjum, eins og þeim að láta hunda vaða um öll híbýli manna, jafn- vel þar sem matargerð og neyzla hans fór fram. Það þurfti að venja fólk af því að káfa á hundum sinkt og heilagt, jafnvel áður eða meðan matast var, og að láta hundana sleikja matarílátin eins og sums staðar tíðkaðist. Það þurfti að venja fólk á, að umgangast sulli í innýflum sauðfjár með stakri varúð og hindra um fram allt, að hundar næðu til þeirra, og það varð að lögbjóða árlega hreinsun hunda um land allt og láta varða sektum ef út af var brugðið. Merkar bækur voru skráðar um málið og málsmetandi menn, fyrst og fremst læknar, háðu harða baráttu við sulla- veikina, ekki aðeins við að skera burt sullina úr sjúku fólki, heldur fyrst og fremst við fáfræðina, skeytingarleysið og hundadekrið. Þessi barátta gaf góðan árangur. Á einum mannsaldri tókst að vinna sigur á sullaveikinni og þurrka einn smánarblett af þjóðinni, sem var stórum verri en lús- in, þótt hún hafi mikið verið á orði höfð. Erum við þá lausir við sullaveikina? Ég efa það. Enn munu koma fyrir einstök tilfelli og enn mun það ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.