Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 10

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 10
aðarlöndin flytja inn kjarnfóður í stórum stíl. Húsdýr, sem fóðruð eru með því, skila miklu af úrgangsefnum, sem nýta þarf eða eyða fjarlægt þeim stöðum, þar sem framleiðslan fer fram. Þetta eykur enn á þá erfiðleika, sem fyrir eru um að eyða úrgangsefnum. HVERNIG LAND Á NORÐLÆGUM SLÖÐUM ER FALLIÐ TIL RÆKTUNAR Til ræktunar þarf land með nægilega frjósaman jarðveg og vel aðhæfðar jurtir, en einnig þarf veðurfar að fullnægja ákveðnum skilyrðum. Þau eru um birtu, vind, úrkomu og hita. Okkur hættir til að horfa hér nokkuð einhliða á hitann sem lágmarksþátt. Því er athyglisvert að vita, að í heitustu héruðum Suður-Noregs gefa köldu árin mesta uppskeru algengustu nytjajurta. Á kaldari stöðum eru það hins vegar hlýjustu árin, þegar úrkoma er næg, sem gefa mesta npp- skeru. Meðaluppskera í Noregi af hveiti, byggi, höfrum og kart- öflum er lægri en i Hollandi og beztu ræktunarlöndum heims, en yfir meðaltali Evrópu utan Sovétríkjanna og nærri tvöfalt hærri en meðaltal heimsins. Ástæðan er sú, að margir þættir eru hagstæðir fyrir Noreg, þrátt fyrir stuttan vaxtar- tíma. Víða annars staðar dregur of mikill hiti og þurrkur úr uppskeru. Þá ná meindýr og sjúkdómar sér ekki eins niðri, þar sem vaxtartími er stuttur og ræktunarlandið dreift, og að lokum er ræktunarmenning á háu stigi í Noregi. Rökrétt afleiðing af þessu er, að land með slíka ræktunar- möguleika fullnægi betur, en nú er gert, eigin þörfum og skynsamlegt er að reikna með að ræktun á jurtum, sem fallnar eru beint til neyzlu meðal manna, hljóti að vaxa. Þá er ástæða til að ætla, að þörf á timbri fari vaxandi og verð á því hækkandi. > 12

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.