Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 31

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 31
lands voru notaðar tcilur úr eftirtöldum ritum: Landhag- skýrslum fyrir ísland, Hagskýrslum Islands, Búnaðarriti og Hagtíðindum. Að auki voru svo fengnar tölur hjá Bún- aðarfélagi íslands, Hagstofu íslands og Landnámi ríkisins, einkum tölur, er varða hin síðari ár og enn eru ekki komn- ar á prent. Tölur þær, er hér verða notaðar, varða heyfeng og stærð ræktaðs lands. Notkun allra þessara talna var ýms- um vandkvæðum bundin, og er í annari ritgerð (Bjarni E. Guðleifsson, 1971) fjallað nánar um þann vanda. Hey- fengurinn er ekki metinn með uppskeru túnanna í huga, heldur er hér um að ræða mat á tiltæku fóðri fyrir búpen- inginn komandi vetur. Þetta rýrir nokkuð gildi talnanna til þeirrar kiinnunar, sem hér um ræðir, þar sem t. d. á seinni árum hefur farið fram töluverður heyflutningur til þeirra héraða, sem minnst hey höfðu. Var einungis unnt að leiðrétta þetta nokkuð fyrir árið 1968 með aðstoð talna úr Hagtíðindum (1969). Tölur um túnastærð eru ekki síður vafasamar, einkum vegna þess, að túnstærðin hefur ekki verið mæld kerfis- bundið, heldur gengið út frá túnstærð eitthvert ár og síðan hefur árlegri nýrækt verið bætt við. Urðu af þessu, með tímanum, miklar skekkjur á túnastærð af ýmsum ástæð- um, svo sem lýst er í Hagskýrslum 1961 — 1963. Hér hefur stærð túna árin 1912, 1930 og 1968 verið lögð til grund- vallar. Fram að 1912 eru notaðar túnastærðir, sem upp eru gefnar í skýrslum, en sé nýrækt tímabilsins 1912—1930 lögð saman, kemur í ljós, að samanlögð túnastærð yfir allt landið árið 1930 verður 829 ha minni en mælingar sýna, og saman- lögð nýrækt tímabilsins 1930—1968 veldur því, að túna- stærðin yfir allt landið 1968 verður 17.414 ha of stór. Til að finna túnastærð hvers einstaks árs, er nýræktin hvert ár aukin hlutfallslega á árabilinu 1912—1930 og minnkuð á sama hátt á árabilinu 1930—1968, þannig, að samanlögð nýrækt falli saman við mælda eða áætlaða túnastærð árin 1930 og 1968. Með þessum leiðréttingum er þess vænzt, að komizt verði sem næst rétti stærð túnanna. Uppskera á ha er síðan reiknuð eftir þessum tölum um 3 33

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.