Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Qupperneq 42

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Qupperneq 42
* lendis en t. d. á hinum Norðurlöndunum. Ekki skal á þessu stigi málsins fjölyrt um ástæður til þessa. Tölur um heyfeng og túnastærð eru nokkuðvafasamar, svo sem fyrr greinir, en engu að síður hafa þær verið notaðar til þessarar könnunnar, þar sem gert er ráð fyrir að kerfis- bundnar skekkjur dylji ekki með öllu áhrif kalskemmdanna á heyfenginn. Hins vegar er ekki ástæða til að draga miklar ályktanir út frá tölum um meðalheyfeng hreppanna í töflu 3, en þær sýna, að meðalheyfengurinn hefur verið hvað mestur um miðbik Norðurlands og er hann um 40 hkg/ha., en eftir leiðréttingu fyrir sumarhita og áburð um 49 hkg/ha. Er heyfengurinn þarna einnig meiri en í hreppunum á Suðurlandi og getur þetta vel staðizt þegar haft er í huga, að meðaltölurnar ná yfir allt tímabilið frá aldamótum. Hins vegar er eins líklegt, að þessu geti valdið mismunur í mæl- ingu túna, eða enn líklegra, að mismunandi mat á heyforða valdi þessu, en vitað er að hey sígur og þéttist mikið í hlöðu á votviðrasvæðum og kann að verða vantalið þar í saman- burði við hey á þurrkasvæðum. Til þess að reyna að einangra bein áhrif kalskemmdanna á heyfenginn, hefur verið gripið til ýmissa leiðréttinga, sem efalaust orka tvímælis og er vafasamt að eigi rétt á sér. Engu að síður virðast tölur um rýrnun heyfengs víða koma vel heim við upplýsingar og heimildir um kalskemmdir. Sé litið á landið í heild (mynd 1 og tafla 2) sést, að nær öll mikil kalár eru með uppskeru undir meðaffagi, og verstu kalárin hafa minnstan heyfeng. Heyfengur er að vísu í meðallagi árið 1952, en í töflu 3 kemur fram, að uppskeran er töluvert undir meðallagi þetta ár í Hrafnagilshreppi í F.yjafirði, en einmitt úr Eyjafirði eru traustar heimildir um kalskemmdir þetta ár (Skýrslur Tilraunastöðvanna 1951—1952, Bjarni E. Guðleifsson og Jóhannes Sigvaldason 1972). Sama má segja um kalskemmdirnar árið 1924, en þá eru einu heimildirnar úr Eyjafirði (Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 1930), enda uppskerurýrnunin þá einnig mest í Hrafnagilshreppi. Árið 1949 var kal mest á Norðaustur- ^ landi (Árbók Landbúnaðarins 1951, Freyr 1949, 1951, 1952, 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.