Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 42

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 42
* lendis en t. d. á hinum Norðurlöndunum. Ekki skal á þessu stigi málsins fjölyrt um ástæður til þessa. Tölur um heyfeng og túnastærð eru nokkuðvafasamar, svo sem fyrr greinir, en engu að síður hafa þær verið notaðar til þessarar könnunnar, þar sem gert er ráð fyrir að kerfis- bundnar skekkjur dylji ekki með öllu áhrif kalskemmdanna á heyfenginn. Hins vegar er ekki ástæða til að draga miklar ályktanir út frá tölum um meðalheyfeng hreppanna í töflu 3, en þær sýna, að meðalheyfengurinn hefur verið hvað mestur um miðbik Norðurlands og er hann um 40 hkg/ha., en eftir leiðréttingu fyrir sumarhita og áburð um 49 hkg/ha. Er heyfengurinn þarna einnig meiri en í hreppunum á Suðurlandi og getur þetta vel staðizt þegar haft er í huga, að meðaltölurnar ná yfir allt tímabilið frá aldamótum. Hins vegar er eins líklegt, að þessu geti valdið mismunur í mæl- ingu túna, eða enn líklegra, að mismunandi mat á heyforða valdi þessu, en vitað er að hey sígur og þéttist mikið í hlöðu á votviðrasvæðum og kann að verða vantalið þar í saman- burði við hey á þurrkasvæðum. Til þess að reyna að einangra bein áhrif kalskemmdanna á heyfenginn, hefur verið gripið til ýmissa leiðréttinga, sem efalaust orka tvímælis og er vafasamt að eigi rétt á sér. Engu að síður virðast tölur um rýrnun heyfengs víða koma vel heim við upplýsingar og heimildir um kalskemmdir. Sé litið á landið í heild (mynd 1 og tafla 2) sést, að nær öll mikil kalár eru með uppskeru undir meðaffagi, og verstu kalárin hafa minnstan heyfeng. Heyfengur er að vísu í meðallagi árið 1952, en í töflu 3 kemur fram, að uppskeran er töluvert undir meðallagi þetta ár í Hrafnagilshreppi í F.yjafirði, en einmitt úr Eyjafirði eru traustar heimildir um kalskemmdir þetta ár (Skýrslur Tilraunastöðvanna 1951—1952, Bjarni E. Guðleifsson og Jóhannes Sigvaldason 1972). Sama má segja um kalskemmdirnar árið 1924, en þá eru einu heimildirnar úr Eyjafirði (Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 1930), enda uppskerurýrnunin þá einnig mest í Hrafnagilshreppi. Árið 1949 var kal mest á Norðaustur- ^ landi (Árbók Landbúnaðarins 1951, Freyr 1949, 1951, 1952, 46

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.