Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 43
Veðráttan 1949), enda kemur fram, að heytapið er þá mest í Svalbarðshreppi í Norður-Þingeyjarsýslu. Árið 1951 var mest kalið á Suðurlandi (Freyr 1952, Veðráttan 1951) en það er tekið fram í Skýrslum Tilraunastöðvanna 1951 — 1952, að kalskemmdir hafi verið meiri í Eyjafirði árið 1952 en 1951. Þetta kemur einnig fram á tölunum í töflu 3. Árið 1968 var mest kalið á Norðurlandi, en hins vegar voru kal- skemmdir öllu meiri á Suður- og Vesturlandi árið 1969. Má segja, að niðurstöður um rýrnun heyfengs af völdum kalskemmda í töflum 2 og 3 beri allvel saman við skráðar heimildir um kal. Rétt er að benda á, að meðalheyfengurinn er meðaltal allra ára, jafnt kalára sem annarra, en ef til vill væri rétt- ara að bera kalárin einungis saman við kallaus ár. Ef þetta hefði verið gert hefði rýrnunin vegna kalskemmdanna reiknazt enn meiri en hér kemur fram. í kalsæknustu hreppunum var meðalfrávikið á uppskerunni um 9 hkg/ha, en um 5 hkg/ha í þeim hreppum, sem jafnasta uppskeru höfðu og minnst fall í kalárum. Ljóst er, að ýmislegt annað en kalskemmdir eiga þátt í þessari sveiflu. Áður er nefnt, að óþurrkar geti átt hlutdeild í rýrnun heyfengs sum árin, eins og til dæmis árið 1969. Einnig hefur í fæstum tilvikum verið hægt að fjarlægja áhrif heyflutninga, en þeir virka í kalsveitum á þann veg, að heyrýrnunin af völdum kal- skemmda verður minni en hún í raun og veru er. Hins vegar geta heyflutningar úr velbirgu héraði valdið því, að heyfengur verður þar undir meðallagi í kalári, þrátt fyrir engar kalskemmdir. Getur til dæmis hugsazt, að hinn lé- legi heyfengur í Hrafnagilshreppi árið 1955 stafi að ein- hverju leyti af heysölu. Annar þáttur, sem enn ruglar bein áhrif kalskemmdanna á heyfenginn eru heyfyrningar, sem taldar eru til heyfengs, en þær fara eðlilega að mestu leyti eftir uppskeru liðins sumars og vetrartíð. — Verður að ætla, að þetta komi jafnt niður á kalár og önnur ár, en eðlilega verða heyfyrningar minni þegar harðir vetur og mörg kalár koma hvert á fætur öðru, líkt og á síðustu árum. Tölurnar í töflu 4 eru eðlilega miklu áreiðanlegri upp- 47

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.