Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 44

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 44
lýsingar um kalskeinmdir heldur en tölurnar um rýrnun heyfengs í töflu 3, og er full ástæða til að halda áfram söfn- un slíkra upplýsinga. Allgott samræmi er milli þessara tveggja talnasafna, og sýndi nánari rannsókn á hluta þeirra raunhæfa fylgni kalprósentunnar og rýrnun heyfengs af völdum kalskemmda. Fylgnisstuðullinn var um 0,7. Við söfnun á tölum um kalskemmdir hin ýmsu ár kom fram, að erfitt er að meta kalskemmdir ef mörg kalár koma hvert á eftir öðru. Er þá óljóst hvort gamalt kal í lautum skuli einnig teljast til kalskemmda þess árs, sem verið er að meta. Þrátt fyrir þessi vandkvæði er til þess ætlazt, að kaltölurnar í töflu 4 sýni einungis nýjar kalskemmdir á ári hverju. Á uppskerutiilum er helzt að sjá, að kalskemmdir frá einu ári rýri ekki stórlega uppskeruna næstu ár á eftir, ef sæmilega árar. Má til dæmis benda á, að eftir kalárin 1918 og 1920, þegar leiðrétt uppskera yfir landið í heild var um 35 hkg/ha, var hún þegar árið 1921 komin upp í 46 hkg/ha og á kalár- unum 1969 og 1970 var hún um 29 hkg/ha, en var árið 1971 komin upp í 38 hkg/ha og árið 1972 um 45 hkg/ha. Er þetta í samræmi við niðurstöður úr tilraunum á Til- raunastöðinni á Akureyri (Bjarni E. Guðleifsson og Jó- hannes Sigvaldason 1972), en þar kom ekki fram, að upp- skeran væri neitt lakari árið eftir kalár, heldur en í öðrum kallausum árum. YFIRLIT Grein þessi fjallar um tíðni kalára á íslandi og áhrif þeirra á heyfeng. Kemur í ljós, að á þessari öld (1900—1972) hafa verið 26 kalár (36%), þar af helmingur mikil kalár (18%). Á seinni árum hefur miklum kalárum fjölgað mjög, svo að á árabilinu 1960—1972 voru 58% áranna mikil kalár. Má segja, að á þessari öld hafi nær 1 af hverjum 5 árum verið mikið kalár, og á árunum eftir 1960 næstum 3 af hverjum 5. Heyfengur yfir landið í heild minnkar í flestum meiri- 48

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.