Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Síða 56

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Síða 56
Samhliða talningu á dýrum í hverjum flokki, var gerð nokkur greining í einstakar tegundir dýra. Ekki er þó ástæða, á þessu stigi málsins, að birta annað en heildarfjölda einstakra dýraflokka. Þessi grein, sem byggð er á fyrstu at- hugunum sinnar tegundar hér á landi, þ. e. ákvörðun á fjölda jarðvegsdýra í landi, sem fengið hefur mismunandi áburð, er auk þess að gefa nokkrar upplýsingar um áhrif áburðargjafar á dýralíf, ábending um tilveru þessa þáttar jarðvegsrannsókna og hugsanlega hlutdeild hans í notagildi landsins. Mér er að vísu ljóst að þó athugað hafi verið dýra- líf í túni Tilraunastöðvarinnar á Akureyri, segir það ekki nema mjög takmarkað um hvernig dýralíf er í ræktuðu landi okkar íslendinga yfirleitt. Hér þarf margt að vinna og margt að rannsaka. Hvernig er dýralíf í þeim jarðvegi, mýri eða móa, sem tekinn er til ræktunar, og hvernig breytist það við ræktunina og nytjun landsins um árabil? Hvernig er dýralíf í kölnum túnum og sprettulitlum í samanburði við þau, sem vel spretta? Hér er mörgum spurningum enn ósvarað en freistandi fyrir áhugasama rannsókamenn á þessu sviði að grúska í. Er vonandi að þessi þáttur jarðvegsrann- sókna verði minna útundan eftirleiðis en hingað til. SAMANDREGIÐ YFIRLIT Rannsakað var dýralíf í moldarsýnum úr tveim áburðartil- raunum í landi Tilraunastöðvarinnar á Akureyri. Tilraun- ir þessar voru: Samanburður á köfnunarefnistegundum nr. 5—45 og Samanburður á mykju og jafngildi í tilbúnum áburði nr. 136—63. Þeir dýraflokkar, sem kannaðir voru, eru: Mordýr (Collembola), maurar (Acarina), þráðormar (Nematoda) og ánamaðkar (Lumbricidae). Helztu niður- stöður urðu eftirfarandi: 1. Ekki virðist vera ýkja mikill munur á dýrafjölda jarð- vegs eftir N-áburðartegundum. Mordýr eru þó aðeins fleiri þar sem borinn er á kalksaltpétur, en þráðormar aftur á móti fleiri þar sem túnið hefur fengið stækju. 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.