Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 56

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 56
Samhliða talningu á dýrum í hverjum flokki, var gerð nokkur greining í einstakar tegundir dýra. Ekki er þó ástæða, á þessu stigi málsins, að birta annað en heildarfjölda einstakra dýraflokka. Þessi grein, sem byggð er á fyrstu at- hugunum sinnar tegundar hér á landi, þ. e. ákvörðun á fjölda jarðvegsdýra í landi, sem fengið hefur mismunandi áburð, er auk þess að gefa nokkrar upplýsingar um áhrif áburðargjafar á dýralíf, ábending um tilveru þessa þáttar jarðvegsrannsókna og hugsanlega hlutdeild hans í notagildi landsins. Mér er að vísu ljóst að þó athugað hafi verið dýra- líf í túni Tilraunastöðvarinnar á Akureyri, segir það ekki nema mjög takmarkað um hvernig dýralíf er í ræktuðu landi okkar íslendinga yfirleitt. Hér þarf margt að vinna og margt að rannsaka. Hvernig er dýralíf í þeim jarðvegi, mýri eða móa, sem tekinn er til ræktunar, og hvernig breytist það við ræktunina og nytjun landsins um árabil? Hvernig er dýralíf í kölnum túnum og sprettulitlum í samanburði við þau, sem vel spretta? Hér er mörgum spurningum enn ósvarað en freistandi fyrir áhugasama rannsókamenn á þessu sviði að grúska í. Er vonandi að þessi þáttur jarðvegsrann- sókna verði minna útundan eftirleiðis en hingað til. SAMANDREGIÐ YFIRLIT Rannsakað var dýralíf í moldarsýnum úr tveim áburðartil- raunum í landi Tilraunastöðvarinnar á Akureyri. Tilraun- ir þessar voru: Samanburður á köfnunarefnistegundum nr. 5—45 og Samanburður á mykju og jafngildi í tilbúnum áburði nr. 136—63. Þeir dýraflokkar, sem kannaðir voru, eru: Mordýr (Collembola), maurar (Acarina), þráðormar (Nematoda) og ánamaðkar (Lumbricidae). Helztu niður- stöður urðu eftirfarandi: 1. Ekki virðist vera ýkja mikill munur á dýrafjölda jarð- vegs eftir N-áburðartegundum. Mordýr eru þó aðeins fleiri þar sem borinn er á kalksaltpétur, en þráðormar aftur á móti fleiri þar sem túnið hefur fengið stækju. 60

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.